Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
banner
   fös 23. ágúst 2024 08:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: Mbl.is 
Tóku tryllinginn í hálfleik - „Allt kolvitlaust í klefanum”
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það var magnaður leikur í Bestu deildinni gær þar sem HK vann endurkomusigur gegn KR í Kórnum.

Leikurinn átti upphaflega að fara fram fyrir tveimur vikum en var frestað þar sem annað markið í Kórnum var brotið.


Lestu um leikinn: HK 3 -  2 KR

Leikurinn gat loksins farið fram í gær og hann var mikil skemmtun. KR var með tveggja marka forystu í hálfleik og með mikla yfirburði en dæmið snérist við í seinni hálfleik og HK vann að lokum.

Leifur Andri Leifsson, fyrirliði HK, sagði frá því í viðtali við mbl.is að það hafi mikið gengið á inn í klefa í hálfleik.

„Þetta var svo sann­ar­lega leik­ur tveggja hálfleika. Við vor­um gjör­sam­lega með þá í köðlun­um í seinni hálfleik. Í fyrri hálfleik var þannig að við vor­um bara hrædd­ir, vor­um ekki að hlaupa til baka og verj­ast. Í hálfleik var allt kol­vit­laust í klef­an­um þar sem það var bara tek­inn tryll­ing­ur og mönn­um sagt að setja kass­ann út, fara maður á mann og elta þá út um all­an völl," sagði Leifur.

„Ég vil bara hrósa liðinu fyr­ir að stíga svona svaka­lega upp. Það er ekki auðvelt að koma hérna út 2:0 und­ir á móti góðu liði eins og KR og halda þeim upp við sinn eig­in víta­teig nán­ast all­an seinni hálfleik. Þetta var klár­lega verðskuldað miðað við hvernig við spiluðum í seinni hálfleik.“


Ómar horfði á þá í 4. deild árið 2022: Skora mörkin sem verður til þess að HK vinnur KR
Eiður Gauti: Hugsaði að þetta yrði síðasti séns til að vaða á Bestu-deildina
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner