Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 24. febrúar 2024 15:25
Aksentije Milisic
Xhaka plataði alla með fagninu - Alonso hélt hann væri tognaður
Mynd: EPA

Granit Xhaka, miðjumaður Bayer Leverkusen, skoraði frábært mark í gær þegar liðið lagði Mainz að velli og styrkti stöðuna sína á toppnum í þýsku úrvalsdeildinni.


Þegar Xhaka þrumaði boltanum í netið fagnaði hann eins og hann hafi tognað aftan í læri. Hann haltraði um og þá héldu margir að leikmaðurinn hafi hreinlega tognað við þetta skot.

Myndavélarnar beindust að Alonso og þjálfarateymi hans en þeir fylgdust áhyggjufullir með Xhaka. Það stökk hins vegar stórt bros á þá þegar það kom í ljós að Xhaka var bara að fíflast og fagnaði svo markinu að innlifun.

Bayer er að eiga ótrúlegt tímabil en liðið hefur ekki enn tapað einum einasta leik í öllum keppnum. Framtíð Alonso, þjálfara liðsins, er í óvissu en hann er mikið orðaður við Bayer Leverkusen og Liverpool.


Athugasemdir
banner
banner
banner