Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 25. febrúar 2024 11:00
Aksentije Milisic
Abraham að snúa aftur eftir krossbandaslit
Tammy meiðist.
Tammy meiðist.
Mynd: Getty Images

Englendingurinn Tammy Abraham, leikmaður AS Roma á Ítalíu, er að snúa aftur á knattspyrnuvöllinn en hann hefur verið frá vegna meiðsla í 266 daga.


Abraham sleit krossband í lokaumferð Serie A deildarinnar á síðustu leiktíð og hefur verið í endurhæfingu síðan þá. Ef allt gengur upp þá mun sóknarmaðurinn vera í leikmannahópnum sem mætir Monza þann 2. mars næstkomandi.

Tammy gekk í raðir Roma árið 2021 og stóð sig frábærlega á sínu fyrsta tímabili. Tímabil númer tvö var ekki nægilega gott hjá kappanum en hann var þó lykilmaður þegar ítalska liðið komst í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Hann hefur svo ekkert tekið þátt á þessu tímabili vegna meiðslanna.

Tammy er uppalinn hjá Chelsea en ellefu landsleiki að baki með Englandi og hefur hann skorað þrjú mörk í þeim leikjum.


Athugasemdir
banner
banner