Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   lau 25. maí 2024 15:47
Ívan Guðjón Baldursson
Rooney: Martinez bráðnauðsynlegur partur af þessu liði
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Smávaxni varnarjaxlinn Lisandro Martinez er að eiga frábæran leik með Manchester United í úrslitum FA bikarsins.

Staðan er 2-1 fyrir Man Utd gegn stórveldi Manchester City og hefur Martinez verið gríðarlega öflugur í baráttunni sinni gegn Erling Haaland.

Í textalýsingu BBC keppast fótboltasérfræðingar við að hrósa Martinez fyrir frammistöðuna.

„Miðverðirnir hafa verið stórkostlegir, þetta er nákvæmlega það sem Erik ten Hag meinar þegar hann talar um meiðslavandræði. Martinez er augljóslega bráðnauðsynlegur partur af varnarlínunni og hann er að sýna það í dag," sagði Wayne Rooney, fótboltagoðsögn og nýráðinn þjálfari Plymouth Argyle.

„Hann er leiðtogi innan vallarins, það er augljóst. Allt liðið er að standa sig gríðarlega vel. Leikmenn vita að þeir mega ekki gefa neitt eftir gegn Manchester City."

Micah Richards, fyrrum varnarmaður Man City og enska landsliðsins, hrósaði einnig Martinez.

„Man Utd er að spila frábærlega, þetta byrjar allt hjá miðvörðunum Martinez og Varane."
Athugasemdir
banner
banner
banner