Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   lau 25. maí 2024 12:45
Ívan Guðjón Baldursson
Ten Hag: Þurfum framherja, miðjumann og miðvörð
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, hefur fulla trú á að hann verði áfram hjá félaginu í sumar þrátt fyrir háværan orðróm um að stjórnendur ætli að reka hann.

Man Utd mætir Manchester City í úrslitaleik enska bikarsins í dag og fær tækifæri til að bjarga slæmri leiktíð, sem einkenndist af miklum meiðslavandræðum og slöku gengi bæði í deild og Evrópu.

„Manchester United vann síðast ensku úrvalsdeildina fyrir 11 árum síðan en samt er búist við því að félagið sé í titilbaráttu. Þetta félag er ekki tilbúið fyrir það. Ég kom hingað til að byggja eitthvað og við tókum fyrstu skrefin á síðustu leiktíð," sagði Ten Hag.

„Þetta er risastórt félag og það er erfitt að gera alla ánægða. Fólk innan félagsins var ánægt eftir fyrsta tímabilið en utan félagsins voru háværar gagnrýnisraddir. Þær sögðu að ég vann bara deildabikarinn, tapaði FA bikarnum og endaði í þriðja sæti í deildinni - að það væri ekki nægilega góður árangur fyrir Man Utd.

„Þeir sem sögðu það hafa brenglaða skynjun á raunveruleikanum. Önnur félög voru með miklu sterkari leikmannahópa heldur en við í fyrra."


Ten Hag ræddi svo um meiðslavandræðin hjá Man Utd, þar sem varnarlína liðsins var í molum allt síðasta tímabil.

„Luke Shaw er besti vinstri bakvörður í heimi en hann lenti í hrikalegum meiðslum snemma á ferlinum sem gera það að verkum að hann mun aldrei geta spilað 60 leikja tímabil. Hann var meiddur og svo spilaði Tyrell Malacia ekki eina mínútu á þessu ári.

„Meiðslavandræðin hafa verið algjörlega rugluð. Fyrir ekki svo löngu þurfti ég að tefla fram fimmtánda mismunandi miðvarðaparinu á tímabilinu. Við höfum spilað með 15 mismunandi miðvarðapör og 33 mismunandi varnarlínur!

„Sofyan Amrabat þurfti að spila sem vinstri bakvörður fjórum sinnum. Ég hef aldrei upplifað annað eins."


Að lokum sneri hann sér að framtíðinni á leikmannamarkaðinum.

„Við þurfum að kaupa framherja í sumar, miðjumann og miðvörð. Þá munu hlutirnir líta vel út. Ef leikmenn haldast heilir á næstu leiktíð þá getum við náð topp fjórum í úrvalsdeildinni."
Athugasemdir
banner
banner
banner