Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 26. febrúar 2024 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mikið undir á morgun - „Við viljum náttúrulega bæta ýmsa hluti"
Icelandair
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði.
Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Við viljum náttúrulega bæta ýmsa hluti," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, á fréttamannafundi í dag. Á morgun er seinni leikurinn á móti Serbíu í tveggja leikja einvígi en fyrri leikurinn ytra endaði með jafntefli.

Þetta einvígi er í Þjóðadeildinni en með sigri á morgun heldur Ísland sæti sínu í A-deild keppninnar.

Fyrri leikurinn var ekkert sérstaklega vel spilaður hjá íslenska liðinu og margt sem er hægt að bæta.

„Við viljum vera beinskeyttari með boltann og við þurfum að halda betur í hann þegar við erum komin ofar á völlinn með hann. Við þurfum að búa til fleiri möguleika. Í seinni hálfleiknum úti náðum við að spila í gegnum fyrstu pressuna hjá þeim en þegar fremstu menn voru komnir með boltann, þá vorum við að tapa honum of fljótt. Við þurfum að laga það," sagði Þorsteinn.

Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði, sat einnig fundinn. „Það er helst það að gera betur með boltann þegar við erum með hann. Og að sama skapi þegar við erum að verjast að gera það aðeins þéttar en við vorum að gera á tímum í leiknum úti í Serbíu. Það er algjört lykilatriði," sagði Glódís.

Spila mikið á móti henni á æfingum
Í liði Serbíu er Jovana Damnjanovic en hún er liðsfélagi Glódísar hjá Bayern München. Hvernig fannst henni að spila á móti henni?

„Það var bara gaman. Hún er mjög góð í því sem hún er góð í. Hún er heimsklassa leikmaður í að halda leikmönnum frá sér og fá boltann í fætur, og snúa leikmenn af sér. Ég spila mikið á móti henni á æfingum og þekki hvað hún vil gera. Þær spila mikið upp á að finna hana í fætur. Það er klárlega eitthvað sem við þurfum að hafa extra augu á," sagði Glódís.

Allar klárar
Það eru allir leikmenn klárir í slaginn fyrir morgundaginn.„Þær voru allar með á æfingu í dag. Það er smá hnjask hér og þar, en þær eru nokkurn veginn allar klárar," sagði landsliðsþjálfarinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner