Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 26. febrúar 2024 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Verður fyrsti erlendi þjálfarinn í sögu sænska landsliðsins
Jon Dahl Tomasson.
Jon Dahl Tomasson.
Mynd: Getty Images
Jon Dahl Tomasson er við það að skrifa undir samning við sænska knattspyrnusambandið. Hann verður næsti landsliðsþjálfari Svíþjóðar og mun því skrifa söguna.

Hann verður fyrsti erlendi þjálfarinn til að stýra sænska landsliðinu en Tomasson er frá Danmörku og er hann jafnframt ættaður frá Íslandi.

Tomasson skrifaði undir þriggja ára samning við Blackburn fyrir tveimur árum en hann var ekki nægilega ánægður með það hvernig staðið var að leikmannamálum félagsins. Hann komst því að samkomulagi við Blackburn um að hætta störfum fyrr í þessum mánuði.

Svíþjóð hefur lengi verið í þjálfaraleit en hefur núna loksins fundið sinn mann.

Fotbollskanalen segir að það sé verið að ganga frá smáatriðum og svo taki hann við. Hollendingurinn Remy Reijnierse verður aðstoðarþjálfari hans, en hann hjálpaði honum einnig hjá Malmö og Blackburn.
Athugasemdir
banner
banner