Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   sun 26. maí 2024 15:30
Ívan Guðjón Baldursson
Bonucci leggur skóna á hilluna í næstu viku
Bonucci spilaði 121 landsleik fyrir Ítalíu og myndaði gríðarlega öflugt miðvarðapar með góðvini sínum Giorgio Chiellini.
Bonucci spilaði 121 landsleik fyrir Ítalíu og myndaði gríðarlega öflugt miðvarðapar með góðvini sínum Giorgio Chiellini.
Mynd: Getty Images
Fótboltafréttamaðurinn mikilsvirti Fabrizio Romano segir að Leonardo Bonucci muni tilkynna það í næstu viku að hann ætli að leggja takkaskóna á hilluna.

Þessi ítalski varnarmaður er 37 ára gamall og gerði garðinn frægan með Juventus og ítalska landsliðinu, þar sem hann var lengi vel einn eftirsóttasti miðvörður heims.

Bonucci hefur glímt við erfiðleika á lokametrum ferilsins en hann skipti til Union Berlin síðasta sumar og átti erfitt uppdráttar í þýsku deildinni. Hann fékk aðeins að spila um 750 mínútur í tíu leikjum á hálfu tímabili í Berlín.

Hann fór svo til Fenerbahce í janúarglugganum og kom við sögu í tólf leikjum með tyrkneska stórveldinu, en spilaði aðeins í 400 mínútur.

Bonucci hefur unnið til ýmissa verðlauna á ferlinum, þar sem hann vann meðal annars EM með ítalska landsliðinu auk þess að hafa unnið ítölsku deildina átta sinnum með Juventus.
Athugasemdir
banner
banner