Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   sun 26. maí 2024 11:01
Ívan Guðjón Baldursson
Deco vill fá Luis Díaz til Barcelona
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
BBC hefur tekið saman helsta slúður dagsins úr Evrópuboltanum og koma leikmenn á borð við Kevin De Bruyne, Jarrod Bowen, Thiago Alcantara og Khvicha Kvaratskhelia meðal annars við sögu.


Búist er við að Kevin De Bruyne, 32, geri nýjan samning við Manchester City þrátt fyrir mikinn áhuga úr sádi-arabísku deildinni. (Mirror)

Deco hefur miklar mætur á Luis Diaz, 27 ára kantmanni Liverpool og kólumbíska landsliðsins, og vill fá hann til Barcelona. Börsungar þurfa þó fyrst að selja Raphinha til að fjármagna kaupin. (AS)

Newcastle vill kaupa Jarrod Bowen, 27 ára sóknarleikmann West Ham, en hann vill vera áfram í London. (Mirror)

Chelsea ætlar að bjóða 20 milljónir punda fyrir James Trafford, 21 árs markvörð Burnley og U21 landsliðs Englands. (Sun)

Emile Smith Rowe, 23, er ekki ánægður með lítinn spiltíma hjá Arsenal og mun eiga mikilvægt samtal um framtíð sína hjá félaginu á næstu dögum. (Caught Offside)

Barcelona hefur sett sig í samband við spænska miðjumanninn Thiago Alcantara, 33, sem verður samningslaus í sumar eftir fjögur ár hjá Liverpool. Thiago er uppalinn hjá Barca og vill stjórn félagsins ráða hann sem spilandi aðstoðarþjálfara undir Hansi Flick. (AS)

Christian Eriksen, 32, fær tækifæri til að ganga aftur til liðs við Ajax í sumar en ætlar að bíða með að taka ákvörðun um framtíðina. Hann vill vera áfram í Manchester ef Erik ten Hag verður rekinn frá United. (Sun)

PSG er búið að gera 100 milljón evru tilboð í georgíska kantmanninn Khvicha Kvaratskhelia, 23, sem á eftir að skrifa undir nýjan samning við Napoli. (Gazzetta dello Sport)

PSG óttast að tapa kapphlaupinu um miðvörðinn efnilega Leny Yoro, sem er 18 ára samherji Hákons Arnars Haraldssonar í Lille. Liverpool, Man Utd og Real Madrid vilja ólm krækja í þennan táning sem á aðeins eitt ár eftir af samningi. (L'Equipe)

Napoli er í viðræðum við Antonio Conte um að taka við stjórn félagsins eftir mikil þjálfaravandræði á leiktíðinni. (Sky Sport Italia)

Man Utd leiðir kapphlaupið um Baylee Dipepa, 17 ára framherja Port Vale og U17 ára landsliðs Englands. Newcastle, West Ham, Aston Villa, Borussia Dortmund og RB Leipzig eru öll áhugasöm. (Daily Mail)

Newcastle er að ganga frá félagsskiptum á tveimur varnarmönnum. Lloyd Kelly, 25 ára leikmaður Bournemouth, og Tosin Adarabioyo, 26 ára leikmaður Fulham, eru báðir á leiðinni. (Football Insider)

Aston Villa er tilbúið til að selja brasilíska sóknartengiliðinn Philippe Coutinho, 31, fyrir 6-8 milljónir punda en er einnig opið fyrir því að lána hann út. Félög í Brasilíu hafa áhuga eftir misheppnaða lánsdvöl í Katar. Coutinho er samningsbundinn Villa næstu tvö árin. (Rudy Galetti)

Leicester City er að undirbúa tilboð í David Hancko, 26 ára miðvörð Feyenoord og slóvakíska landsliðsins. Hann á að hjálpa félaginu í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. (Daily Mail)

Bakvörðurinn sóknarsinnaði Lucas Vazquez, 32, er að gera nýjan samning við Real Madrid sem gildir út næstu leiktíð. Hann verður án samnings í sumar en vill vera áfram í Madríd. (Marca)
Athugasemdir
banner
banner
banner