Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   sun 26. maí 2024 10:10
Elvar Geir Magnússon
Uppselt á Wembley í dag - Hvort liðið snýr aftur í úrvalsdeildina?
Leikur Leeds og Southampton verður klukkan 14.
Leikur Leeds og Southampton verður klukkan 14.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Í dag klukkan 14 verður úrslitaleikur umspilsins í Championship-deildinni en Leeds United og Southampton mætast þá á pakkfullum Wembley leikvangi.

Bæði þessi lið féllu úr ensku úrvalsdeildinni í fyrra; Southampton endaði í 20. og neðsta sæti en Leeds í 19. sæti. Annað þeirra snýr aftur í deild þeirra bestu í dag.

Bæði lið settu stefnuna á að enda í öðru af tveimur efstu sætum Championship og komast beint upp en náðu ekki því markmiði. Í gegnum umspilið myndaðist hinsvegar aukaleið. Leeds hafnaði í þriðja sæti og var sex stigum á eftir Ipswich. Southampton var einu stigi og einu sæti á eftir Leeds, í fjórða sæti.

Stjórarnir tveir þekkjast vel. Russell Martin, stjóri Southampton, var fyrirliði Norwich þegar Daniel Farke, stjóri Leeds, var stjóri Norwich. Martin féll svo í ónáð á Carrow Road og var látinn æfa með varaliðinu áður en samningi hans var svo rift.

„Þetta var aldrei neitt persónulegt. Ég var ekki ánægður með ákvörðun hans á sínum tíma en hann var með aðrar hugmyndir og kom hreint fram við mig. Maður verður að virða það. Ég hlakka til að mæta honum aftur, burt séð frá úrslitunum þá er ég viss um að við getum átt okkar stund saman og ég get óskað honum til hamingju með mjög gott tímabil," segir Martin.

Patrick Bamford sóknarmaður Leeds er ekki með í dag en hann missti af undanúrslitum umspilsins og síðustu tveimur deildarleikjunum vegna meiðsla.
Athugasemdir
banner
banner
banner