Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   þri 27. febrúar 2024 21:09
Brynjar Ingi Erluson
Meiðslin halda áfram að hrjá Grealish
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Enski vængmaðurinn Jack Grealish er kominn aftur á meiðslalista Manchester City en hann fór af velli áður en fyrri hálfleikurinn gegn Luton Town var úti í kvöld.

Grealish hefur verið að glíma við meiðsli í nára síðustu vikur eða síðan hann meiddist í leik Man City gegn FCK í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Hann var á bekknum í síðasta leik og fékk síðan byrjunarliðssæti gegn Luton í enska bikarnum í kvöld.

Á 38. mínútu fór Grealish meiddur af velli og var hann bersýnilega leiður og pirraður að geta ekki haldið leik áfram.

Hann virðist því vera kominn aftur á meiðslalistann hjá Man City, sem er 3-1 yfir gegn Luton. Erling Braut Haaland gerði öll mörk City í fyrri hálfleik.
Athugasemdir
banner
banner
banner