Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   mán 27. maí 2024 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Finnst það fyndin tilhugsun að Chelsea mæti mögulega Víkingi
Komast Víkingar í riðlakeppni?
Komast Víkingar í riðlakeppni?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ef Víkingar verða heppnir með dráttinn í forkeppni Meistaradeildar Evrópu, þá eru nú nokkuð góðar líkur á því að þeir komist alla leið í riðlakeppni í Evrópu.

Breiðablik skrifaði söguna í fyrra með því að verða fyrsta íslenska karlaliðið til að komast í riðlakeppni í Evrópu en þeir komust í riðlana í Sambandsdeildinni.

Football Rankings á X spáir því að Víkingar komist í riðlakeppnina í Sambandsdeildinni og verði þá í neðsta styrkleikapottinum þegar dregið verður. StokeyyG2 sem er afar vinsæll á X sá þetta og deildi mynd af þessu til rúmlega 440 þúsund fylgjenda sinna.

Hann ákvað þar að grínast með það að mögulega verði enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea með Víkingi í Evrópukeppni en Lundúnafélagið þarf að fara í Sambandsdeildina eftir að Manchester United vann FA-bikarinn. United fer því í Evrópudeildina.

„Efst til vinstri er fótboltafélagið Chelsea. Neðst til hægri er hálf atvinnumannaliðið Víkingur Reykjavík frá Íslandi. Í sömu keppni," skrifar George og finnst þetta greinilega mjög fyndin tilhugsun. Færslan hefur vakið mikla athygli og er með rúmlega 4600 'like' þegar þessi frétt er skrifuð.

Það er ljóst að þetta væri leikur sem yrði gaman að sjá ef Víkingar komast alla leið í riðlakeppni.



Athugasemdir
banner
banner