Man City leiðir kapphlaupið um Musiala - Man Utd hefur áhuga á Toney - Arsenal endurskoðar áætlanir
   mið 28. febrúar 2024 05:55
Brynjar Ingi Erluson
England í dag - Deildabikarmeistararnir mæta Southampton
Mynd: Getty Images
Fjórir leikir fara fram í 5. umferð enska bikarsins í kvöld.

Niðurlútir Chelsea-menn mæta Leeds á Stamford Bridge klukkan 19:30 áður en Nottingham Forest tekur á móti Manchester United á City Ground-leikvanginum.

Wolves og Brighton mætast á sama tíma og United-leikurinn eða klukkan 19:45.

Ný krýndir deildabikarmeistarar Liverpool mæta Southampton klukkan 20:00 á Anfield. Vegna meiðslavandræða mun Jürgen Klopp væntanlega stilla upp ungu liði.

Leikir dagsins:
19:30 Chelsea - Leeds
19:45 Nott. Forest - Man Utd
19:45 Wolves - Brighton
20:00 Liverpool - Southampton
Athugasemdir
banner
banner