Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 28. febrúar 2024 21:42
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Enski bikarinn: Casemiro hetja Man Utd - Wolves lagði Brighton
Mynd: Getty Images

Manchester United og Wolves eru komin áfram í átta liða úrslit enska bikarsins. Man Utd heimsótti Nottingham Forest en það var nokkuð jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik.


Divock Origi kom sér í gott færi snemma í seinni hálfleik en Andre Onana sá við honum. Manchester United tók öll völd á vellinum síðasta hálftímann.

Þrátt fyrir mikla yfirburði tókst liðinu ekki að brjóta ísinn fyrr en á lokamínútu venjulegs leiktíma. Þá skoraði Casemiro með skalla og tryggði United áfram í átta liða úrslitin þar sem liðið mætir líklega Liverpool.

Mario Lemina var hetja Wolves þegar liðið lagði Brighton en hann skoraði strax í upphafi leiks eina markið. Wolves fær Coventry í heimsókn í átta liða úrslitunum.

Nott. Forest 0 - 1 Manchester Utd
0-1 Casemiro ('89 )

Wolves 1 - 0 Brighton
1-0 Mario Lemina ('2 )


Athugasemdir
banner
banner
banner