Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 28. febrúar 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Inzaghi eftirsóttur á þjálfaramarkaðnum
Simone Inzaghi.
Simone Inzaghi.
Mynd: EPA
Simone Inzaghi, stjóri Inter, er sagður áhugaverður kostur fyrir félög sem eru í stjóraleit fyrir næsta tímabil.

Inzaghi hefur gert eftirtektarverða hluti með Inter frá því hann tók við af Antonio Conte árið 2021. Hann kom liðinu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili en liðið er núna með gott forskot á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar.

Tuttosport á Ítalíu segir frá því að Inzaghi sé kostur fyrir Barcelona sem er í leit að nýjum stjóra eftir að Xavi tók ákvörðun um að hætta eftir tímabilið.

Önnur félög eru einnig nefnd til sögunnar en það eru allt félög á Englandi; Chelsea, Liverpool og Manchester United.

Jurgen Klopp hættir með Liverpool eftir tímabilið en hin tvö félögin munu mögulega fara í stjóraleit fljótlega.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner