Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 28. febrúar 2024 20:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Osimhen skoraði þrennu í stórsigri - Kvaratskhelia frábær
Mynd: Getty Images

Sassuolo 1 - 6 Napoli
1-0 Uros Racic ('17 )
1-1 Amir Rrahmani ('29 )
1-2 Victor Osimhen ('31 )
1-3 Victor Osimhen ('41 )
1-4 Victor Osimhen ('47 )
1-5 Khvicha Kvaratskhelia ('51 )
1-6 Khvicha Kvaratskhelia ('75 )


Victor Osimhen hefur verið sjóðandi heitur eftir að Afríkumótinu lauk en hann skoraði þrennu fyrir Napoli í kvöld þegar liðið valtaði yfir Sassuolo.

Sassuolo komst yfir en Amir Rrahmani jafnaði metin og Osimhen fylgdi því eftir með þremur mörkum í röð. Khivicha Kvaratskhelia lagði upp þriðja mark Osimhen sem þakkaði fyrir sig með því að leggja upp fimmta mark liðsins á Kvaratskhelia.

Hann negldi síðan síðasta naglann í kistu Sassuolo og skoraði sjötta mark Napoli. Napoli hefur verið í vandræðum á þessari leiktíð en liðið hafði aðeins skorað sex mörk í síðustu níu leikjum áður en kom að leiknum í kvöld.

Osimhen hefur nú skorað fimm mörk í síðustu þremur leikjum.


Athugasemdir
banner
banner
banner