Olise eftirsóttur - Sádi-Arabía til í að galopna veskið fyrir Van Dijk - Margir orðaðir við Man Utd
banner
   þri 28. maí 2024 18:30
Elvar Geir Magnússon
Gnonto vill fara í ítölsku deildina
Gnonto á þrettán landsleiki fyrir Ítalíu.
Gnonto á þrettán landsleiki fyrir Ítalíu.
Mynd: EPA
Wilfried Gnonto vill kveðja Leeds United í sumar, eftir að liðinu mistókst að komast upp í ensku úrvalsdeildina. Leeds hrasaði við síðustu hindrun og tapaði gegn Southampton í úrslitaleik umspilsins.

Gnonto skoraði átta mörk og átti tvær stoðsendingar í Championship-deildinni á liðnu tímabili.

Hann á þrettán landsleiki fyrir Ítalíu en var ekki valinn í undirbúningshópinn fyrir EM.

Calciomercato segir að Gnonto vilji snúa heim og sanna sig í ítölsku A-deildinni. Þessi tvítugi vængmaður var í unglingastarfi Inter en hefur aldrei spilað aðalliðsbolta á Ítalíu.

Fiorentina, Sassuolo og Roma hafa áhuga á honum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner