Liverpool býður Trent væna launahækkun - PSG og Villa gætu skipst á leikmönnum - Zirkzee vill fara frá Man Utd
   fös 28. júlí 2023 16:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Robert til Keflavíkur (Staðfest) - Úkraínumaður sem lék síðast á Möltu
Keflavík bætir við sig leikmanni.
Keflavík bætir við sig leikmanni.
Mynd: Keflavík
Keflavík hefur bætt við sig framherjanum Robert Hehedosh fyrir átökin í Bestu deildinni.

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, sagði frá því á dögunum að Robert væri að ganga í raðir félagsins.

„Nei, ætli það komi ekki bara tilkynning. Það er leikmaður að koma til okkar sem heitir Róbert, eigum við ekki bara að segja það. Þú getur Googlað alla Róbert sem eru lausir," sagði Siggi Raggi en vildi ekki svara meira um þjóðerni eða annað fyrr en tilkynning kæmi.

Núna er Robert mættur.

Hehedosh (einnig hægt að skrifa Robert Gegedosh) er frá Úkraínu og hefur spilað þar í landi lengst af á sínum ferli. Hann átti sinn besta tíma á ferlinum frá 2014 til 2017 þegar hann spilaði með Minai, sem er núna í úkraínsku úrvalsdeildinni.

Á þeim árum var liðið í B- og C-deild í Úkraínu en hann skoraði þá 54 mörk í 73 leikjum.

Hann hefur síðustu ár spilað í Armeníu og í Póllandi en fyrr á þessu ári lék hann með Santa Lucia í maltnesku úrvalsdeildinni. Hann spilaði ellefu leiki í maltnesku úrvalsdeildinni en tókst ekki að skora mark.

Keflavík er sem stendur á botni Bestu deildarinnar með tíu stig eftir 16 leiki. Keflavík hefur ekki unnið deildarleik síðan í fyrstu umferð deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner