Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   mið 29. maí 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Bliki valinn besti markvörðurinn á sterku unglingamóti í Hollandi
Mynd: aðsend
Breiðablik var meðal liða sem tóku þátt á öflugu æfingamóti í Hollandi sem heitir Kolping International Cup.

Þar mættu sterk félög til leiks með unglingaliðin sín, þar sem FC Kaupmannahöfn vann U15 mótið eftir sigur gegn Sparta Rotterdam í úrslitaleik.

AZ Alkmaar fékk bronsið eftir sigur gegn Heerenveen, en Schalke 04, Rukh Lviv og Kolping Boys tóku einnig þátt í U15 mótinu.

Breiðablik endaði í sjötta sæti eftir tap gegn Rukh Lviv í úrslitaleik um fimmta sætið, en Blikastrákarnir stóðu sig þó með miklum sóma á mótinu og sigruðu gegn Schalke.

Axel Marcel Czernik varði mark Blika á mótinu og stóð hann sig feykilega vel. Hann varði hvert skotið á fætur öðru og var að lokum valinn sem besti markvörður mótsins og fékk verðlaun fyrir.

Axel Czernik hefur spilað þrjá landsleiki fyrir U15 landsliðið og var partur af Íslands- og bikarmeistaraliði 4. flokks Breiðabliks í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner
banner