„Við vorum helvíti góðar í dag, sprækar og unnum fyrir þremur stigum en fengum bara eitt stig og virðum það," sagði Óskar Smári Haraldsson þjálfari Tindastóls eftir markalaust jafntefli við Selfoss í kvöld.
Lestu um leikinn: Tindastóll 0 - 0 Selfoss
„Við erum ekki búin að fá stig í síðustu 4-5 leikjum en vorum að spila við gott lið Selfoss sem er í 3. sæti og að fá stig á móti þeim er gott og við tökum það með okkur í pokann og höldum áfram að safna."
Alfreð Elías þjálfari Selfoss gagnrýndi dómgæsluna í viðtali eftir leik. Hvað fannst Óskari?
„Ég hef ekkert út á dómarann að setja og fannst Biggi dæma þetta fínt. Það komu fullt af momentum í leiknum sem féllu ekki báðum megin. Ég skil Alfreð að vera svekktan að hafa ekki fengið vítaspyrnu í fyrri hálfleik og gef honum fullan skilning á því. Heilt yfir fannst mér dómarinn hafa góð tök á leiknum og ekkert út á hann að setja."
Nánar er rætt vði hann í spilaranum að ofan.
Athugasemdir