Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
   fös 30. ágúst 2024 10:06
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Al Ahli ætlar einungis að taka annan framherjann - Of margir erlendir leikmenn
Fer Toney til Sádi?
Fer Toney til Sádi?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Al Ahli í Sádi-Arabíu er sterklega orðað við Victor Osimhen og Ivan Toney. Ítalski félagsskiptasérfræðingurinn, Fabrizio Romano, segir að samkvæmt sínum heimildum muni félagið einungis taka annan þeirra.

Sádarnir eru með sjö erlenda leikmenn skráða en einungis má vera með átta slíka í hópnum.

Hann segir einnig að Chelsea sé möguleiki fyrir Osimhen ef Al Ahli tekur hann ekki.

Brentford vonast eftir að Toney fari því hann á innan við ár eftir af sínum samningi. Hann hefur verið orðaður við félög í ensku úrvalsdeildinni en verðmiðinn er hár.

Hjá Al Ahli eru fyrir Roberto Firmino og Riyad Mahrez í sóknarlínunni. Hjá félaginu eru einnig Robert Ibanez, Edouard Mendy, Franck Kessie, Merih Demiral og Gabri Veiga.
Athugasemdir
banner
banner