Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 30. ágúst 2024 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ancelotti: Erfiðara en við héldum
Mynd: EPA

Real Madrid hefur aðeins náð í fimm stig úr fyrstu þremur leikjum sínum í spænsku deildinni. Liðið gerði jafntefli gegn Las Palmas í gær þar sem Vinicius Junior jafnaði metin með marki úr vítaspyrnu.


Kylian Mbappe gekk til liðs við félagið frá PSG í sumar og hefur ekki enn tekist að skora í deildinni en hann spilaði allan leikinn í gær.

Carlo Ancelotti hefur eðlilega ekki verið sáttur með byrjunina. Liðið gerði jafntefli gegn Mallorca í fyrstu umferð og vann 3-0 gegn Valladolid í 2. umferð.

„Fyrri hálfleikurinn var lélegur. Við færðum boltann ekki nógu hratt. Það var erfitt fyrir okkur að vinna boltann aftur, allt sem gerðist gegn Mallorca. Ég sá engar bætingar. Við verðum að bæta okkur hratt og ég held að við munum gera það," sagði Ancelotti.

„Það hefur verið erfitt fyrir okkur að finna stöðugleikann sem við höfðum í fyrra. Við getum ekki verið með afsakanir, við verðum að bæta okkur. Ég þarf að vera skýrari við leikmenn varðandi planið á vellinum. Þetta hefur verið erfiðara en við héldum. Þessir þrír leikir hafa sýnt mér margt sem er ekki gott."


Athugasemdir
banner
banner
banner