Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
   fös 30. ágúst 2024 11:00
Elvar Geir Magnússon
Coman væntanlega áfram hjá Bayern
Mynd: EPA
Búist er við því að Kingsley Coman verði áfram hjá Bayern München þegar glugganum verður lokað í kvöld.

Hann hefur verið orðaður við Arsenal og fleiri félög en Bæjarar hafa ekki fengið neitt tilboð sem þeir eru ánægðir með.

Hann hefur einnig verið orðaður við Al Hilal en á mánudagskvöld mun glugganum í Sádi-Arabíu loka.

Coman er 28 ára vængmaður sem hefur verið hjá Bayern síðan 2017 en hann hefur skorað 8 mörk í 57 landsleikjum fyrir Frakkland.

Gluggadagurinn er í dag. Glugganum verður lokað í enska, spænska og ítalska boltanum klukkan 22:00 í kvöld. Þýska glugganum verður lokað klukkan 18 og franska 21.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner