Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 30. ágúst 2024 11:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Evrópudeildin: Þetta eru mótherjar Man Utd og Tottenham
Manchester United tekur þátt í Evrópudeildinni.
Manchester United tekur þátt í Evrópudeildinni.
Mynd: EPA
Mourinho fær Man Utd í heimsókn.
Mourinho fær Man Utd í heimsókn.
Mynd: EPA
Núna var að klárast leikjadráttur Evrópudeildarinnar, en það var að koma í ljós hvaða lið mætast í hinni nýju deildarkeppni.

Búið er að afnema riðlakeppnina - eins og í Meistaradeildinni - og í staðinn raðast liðin á eina 36 liða deildartöflu. Í Evrópudeildinni leikur hvert lið átta leiki gegn átta mismunandi andstæðingum í deildarkeppninni (fjóra heima og fjóra úti).

Manchester United er í Evrópudeildinni eftir að hafa unnið FA-bikarinn á síðustu leiktíð. United mun leika gegn Rangers (h), Porto (ú), PAOK (h), Fenerbahce (ú), Bodö/Glimt (h),Viktoria Plzen (ú), Twente (h) og FCSB Búkarest (ú). Jose Mourinho er stjóri Fenerbahce en hann stýrði áður United, eftirminnilega.

Tottenham mætir Roma (h), Rangers (ú), AZ Alkmaar (h), Ferencvaros (ú), Qarabag (h), Galatasaray (ú), Elfsborg (h), Hoffenheim (ú).

Kristian Hlynsson er leikmaður Ajax í Hollandi en þeir mæta Lazio, Slavia Prag, Maccabi Tel Aviv, Real Sociedad, Galatasaray, Qarabag, Besikta og RFS Riga.

Elías Rafn Ólafsson og félagar í Midtjylland mæta Eintracht Frankfurt, Porto, Fenerbahce, Maccabi Tel Aviv, Union Saint-Gilloise, Ludogorets Razgrad, Hoffenheim og FCSB.

Þá spila Andri Fannar Baldursson og félagar í Elfsborg gegn Roma, Tottenham, Braga, AZ, Qarabag, Galatasaray, Nice og Athletic Bilbao.

Átta efstu liðin í deildarkeppninni fara beint í 16-liða úrslitin en liðin í sætum níu til 24 fara í umspil um sæti á því stigi.

Á eftir verður dregið í Sambandsdeildina en þar verða Víkingar í pottinum.

Hér fyrir neðan má sjá mótherjana hjá liðunum í 1. styrkleikaflokki.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner