Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
   fös 30. ágúst 2024 11:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Félagaskipti Obi-Martin til Man Utd gætu endað í dómsal
Chido Obi-Martin.
Chido Obi-Martin.
Mynd: Getty Images
Fyrir rúmum mánuði síðan var greint frá því að sóknarmaðurinn efnilegi, Chido Obi-Martin, væri að ganga í raðir Manchester United frá Arsenal.

En það er ekki enn komin tilkynning frá United um félagaskiptin.

Fréttamaðurinn Christopher Michel segir frá því í dag að þetta mál gæti endað í dómsal.

Félögin tvö hafa verið í viðræðum um verð en Obi-Martin getur ekki skipt án þess að félögin geri samkomulag þrátt fyrir að samningur hans við Arsenal sé á enda. Hann er það ungur að Arsenal á rétt á uppeldisbótum.

Obi-Martin hefur verið að æfa einn á meðan félögin hafa verið að ræða saman, en það gæti verið svo að þetta verði leyst í dómsal.

United lagði mikið á sig að fá hann til félagsins en Ruud van Nistlerooy, fyrrum sóknarmaður Man Utd, sem er í þjálfarateymi liðsins í dag, hafði mikil áhrif á val Obi-Martin.

Obi-Martin er 16 ára gamall og fæddur í Danmörku en flutti ungur að árum til Englands.

Hann kom sér í fréttirnar á síðasta tímabili er hann skoraði 10 mörk í 14-3 sigri U16 ára liðs Arsenal á Liverpool. Þá skoraði hann 7 mörk fyrir U18 ára liðið gegn Southampton.
Athugasemdir
banner
banner