Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 30. ágúst 2024 12:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Guehi áfram hjá Palace (Staðfest) - Eigendurnir fá hrós frá Glasner
Enski landsliðsmaðurinn Marc Guehi verður áfram hjá Palace!
Enski landsliðsmaðurinn Marc Guehi verður áfram hjá Palace!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver Glasner, stjóri Crystal Palace, greindi frá því á fréttamannafundi í dag að Marc Guehi verði áfram hjá félaginu.

Guehi hefur verið sterklega orðaður við Newcastle í þessum glugga en Palace hefur staðið í lappirnar og alltaf beðið um hærri og svo hærri upphæð frá Newcastle.

Enskir miðlar hafa sagt frá því að Newcastle hafi boðið 65 milljónir punda og fimm milljónir í árangurstengdum gjöldum í Guehi en Palace hafi sagt nei. Sú upphæð hefði gert Guehi að metkaupum hjá Newcastle.

Glasner óskar eigendunum félagsins til hamingju með að hafa ekki gefið eftir í viðræðunum.

„Ég get staðfest að Marc Guehi verður áfram. Það var í raun aldrei í vafa. Ég óska eigendunum og félaginu til hamingju því þeir gáfust ekki upp."

„Guehi sagði mér að hann væri ekki að leitast eftir því að fara frá Crystal Palace,"
sagði Glasner.

„Það var sérstaklega mikilvægt að halda Guehi eftir að Joachim Andersen var seldur. Það er mikilvægast fyrir mig að hann var ekki að reyna fara frá Palace, að leikmenn vilji vera hér. Marc verður áfram og verður áfram fyrirliðinn okkar."
Athugasemdir
banner
banner