Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 30. ágúst 2024 07:42
Elvar Geir Magnússon
Patrik Johannesen kallaður inn í færeyska landsliðið
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Patrik Johannesen leikmaður Breiðabliks hefur verið kallaður inn í færeyska landsliðshópinn. Brandur Olsen, fyrrum leikmaður FH sem spilar nú fyrir Frederikstad í Noregi, hefur þurft að draga sig úr hópnum vegna meiðsla.

Færeyingar eiga heimaleik gegn Norður-Makedóníu og útileik gegn Lettlandi í komandi landsleikjaglugga en liðin eru saman í riðli í C-deild Þjóðadeildarinnar. Armenía er fjórða liðið í riðlinum.

Patrik sneri aftur úr erfiðum meiðslum á þessu tímabili en hann hefur spilað fimmtán leiki í Bestu deildinni í sumar og skorað tvö mörk.

Það eru því tveir úr Bestu deildinni í færeyska hópnum en Gunnar Vatnhamar leikmaður Víkings var að sjálfsögðu valinn.

Í hópnum má einnig finna René Joensen fyrrum leikmann Grindavíkur, Jóan Símun Edmundsson fyrrum leikmann KA og Klæmint Olsen fyrrum leikmann Breiðabliks.
Athugasemdir
banner
banner
banner