Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 30. ágúst 2024 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Wilfried Zaha á leið til Lyon
Mynd: EPA

Wilfried Zaha er á leið til Lyon á láni frá Galatasaray en hann er á leið í læknisskoðun.


Þessi 31 árs gamli vængmaður var orðaður við Leicester og hans fyrrum félaga í Crystal Palace. Skattaflækjur komu í veg fyrir að hann færi aftur til Englands.

David Ornstein hjá The Athletic greinir frá því að samkomulag milli Galatasaray og Lyon sé í höfn.

Zaha gekk til liðs við Galatasaray á frjálsri sölu síðasta sumar eftir að samningur hans við Palace rann út. Hann hefur fallið niður í goggunarröðinni hjá tyrkneska félaginu en hann lék 43 leiki fyrir félagið og skoraði 10 mörk á síðustu leiktíð en hann var í byrjunarliðinu aðeins í helming leikjanna.

Gluggadagurinn er í dag. Glugganum verður lokað í enska, spænska og ítalska boltanum klukkan 22:00 í kvöld. Þýska glugganum verður lokað klukkan 18 og franska 21.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner