Man City leiðir kapphlaupið um Musiala - Man Utd hefur áhuga á Toney - Arsenal endurskoðar áætlanir
   sun 31. mars 2024 18:01
Brynjar Ingi Erluson
Einkunnir úr enska: Mac Allister bestur gegn gömlu félögunum - Frábær frammistaða Saliba
Mac Allister í leiknum gegn Brighton
Mac Allister í leiknum gegn Brighton
Mynd: Getty Images
William Saliba og Erling Braut Haaland eigast við á Etihad
William Saliba og Erling Braut Haaland eigast við á Etihad
Mynd: Getty Images
Alexis Mac Allister og William Saliba voru bestu menn dagsins í ensku úrvalsdeildinni en það er Sky Sports sem sér um einkunnagjöf leikmanna í dag.

Mac Allister stjórnaði ferðinni í 2-1 sigri Liverpool á sínum gömlu félögum í Brighton.

Hann lagði upp sigurmarkið fyrir Mohamed Salah og var allt í öllu á miðsvæðinu. Sky valdi hann besta mann leiksins og gaf honum 9 í einkunn. Luis Díaz fær 8 eins og Simon Adingra í liði Brighton.

Liverpool: Kelleher (7), Bradley (7), Quansah (7), Van Dijk (7), Gomez (7), Mac Allister (9), Endo (7), Szoboszlai (6), Salah (7), Nunez (6), Diaz (8).
Varamenn: Elliot (6).

Brighton: Verbruggen (7), Estupinan (6), Van Hecke (7), Dunk (7), Veltman (5), Gross (6), Baleba (6), Adingra (8), Moder (6), Lamptey (6), Welbeck (7).
Varamenn: Buonanotte (6), Ferguson (6), Lallana (5).

William Saliba, varnarmaður Arsenal, var bestur í markalausa jafnteflinu gegn Manchester City á Etihad. Frakkinn var með allt í teskeið í vörninni, hélt Erling Braut Haaland í skefjum og fær 8 í einkunn.

Bukayo Saka og Martin Ödegaard fá aðeins 5 eins og þeir Kevin de Bruyne og Haaland.

Man City: Ortega (6), Akanji (7), Dias (7), Ake (6), Gvardiol (7), Rodri (7), Silva (7), Kovacic (7), De Bruyne (5), Foden (6), Haaland (5).
Varamenn: Lewis (6), Doku (6), Grealish (5)

Arsenal: Raya (6), White (7), Saliba (8), Gabriel (7), Kiwior (6), Rice (7), Jorginho (7), Odegaard (5), Saka (5), Jesus (6), Havertz (6).
Varamenn: Partey (6), Tomiyasu (6), Trossard (6), Martinelli (6)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner