Man City leiðir kapphlaupið um Musiala - Man Utd hefur áhuga á Toney - Arsenal endurskoðar áætlanir
   mán 01. apríl 2024 22:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Marco Silva hefur mikið álit á Broja - „Erfitt fyrir mig líka"
Mynd: EPA

Marco Silva stjóri Fulham hefur mikið álit á Armando Broja sem er á láni hjá félaginu frá Chelsea.


Hann gekk til liðs við félagið á síðustu sundu í lok janúar en hefur fengið fá tækifæri. Rodrigo Muniz hefur eignað sér framherjastöðuna með frábærum árangri í undanförnum leikjum.

„Þetta hefur verið erfitt fyrir hann og þetta hefur verið erfitt fyrir mig líka. Ég ber einn ábyrgð á því að hann sé hjá þessu félagi. Ég ýtti mjög mikið á það að fá hann hingað. Ég reyndi að fá hann síðasta sumar þegar við seldum Mitrovic," sagði Silva.

„Ég kann að meta hann sem leikmann. Hann hefur alla hæfileika til að spila á stærsta sviðinu."

Broja hefur komið við sögu í fjórum leikjum og á enn eftir að skora.


Athugasemdir
banner
banner
banner