Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
banner
banner
fimmtudagur 19. desember
Sambandsdeildin
mánudagur 2. desember
Vináttulandsleikur
föstudagur 29. nóvember
fimmtudagur 28. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
fimmtudagur 26. desember
Championship
Blackburn 2 - 2 Sunderland
Bristol City 1 - 0 Luton
Coventry 4 - 0 Plymouth
Derby County 2 - 1 West Brom
Middlesbrough 3 - 3 Sheff Wed
Norwich 2 - 1 Millwall
Oxford United 3 - 2 Cardiff City
Preston NE 1 - 0 Hull City
Sheffield Utd 0 - 2 Burnley
Stoke City 0 - 2 Leeds
Swansea 3 - 0 QPR
Watford 2 - 1 Portsmouth
Úrvalsdeildin
Bournemouth 0 - 0 Crystal Palace
Chelsea 1 - 2 Fulham
Liverpool 3 - 1 Leicester
Man City 1 - 1 Everton
Newcastle 3 - 0 Aston Villa
Nott. Forest 1 - 0 Tottenham
Southampton 0 - 1 West Ham
Wolves 2 - 0 Man Utd
þri 02.apr 2024 10:30 Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Magazine image

Kom sem framherji en ætlar núna að múra fyrir í Úlfarsárdalnum

Daninn Kennie Chopart kom Íslands árið 2012 og var þá öflugur framherji sem gerði það gott með Stjörnunni. Hann lék svo með Fjölni um stutt skeið áður en hann gekk í raðir KR. Það má svo sannarlega segja að hann hafi skrifað nafn sitt í sögubækurnar í Vesturbænum, en hann spilaði þar í sjö ár og leysti flestar stöður á vellinum. Í dag er hann að hefja nýjan kafla á ferlinum, sem leiðtogi í liði Fram í Úlfarsárdalnum.

Nýr leikmaður Fram.
Nýr leikmaður Fram.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kennie kom fyrst til Íslands árið 2012.
Kennie kom fyrst til Íslands árið 2012.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fagnar marki með Fjölni.
Fagnar marki með Fjölni.
Mynd/Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
'Ég heyrði frá umboðsmanni mínum að KR hefði áhuga líka. Þegar ég fékk svo símtalið um að þeir vildu fá mig, þá hafði ég engar efasemdir um að það væri rétt fyrir mig að fara í KR'
'Ég heyrði frá umboðsmanni mínum að KR hefði áhuga líka. Þegar ég fékk svo símtalið um að þeir vildu fá mig, þá hafði ég engar efasemdir um að það væri rétt fyrir mig að fara í KR'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marki fagnað með KR.
Marki fagnað með KR.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslandsmeistarar 2019.
Íslandsmeistarar 2019.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég á mér ekki uppáhalds stöðu. Ég vil bara spila'
'Ég á mér ekki uppáhalds stöðu. Ég vil bara spila'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram.
Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar og Kennie.
Rúnar og Kennie.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nýtur lífsins á Íslandi.
Nýtur lífsins á Íslandi.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
'Ég er mjög spenntur að spila fyrir Fram. Mér líður eins og ég sé tvítugur aftur'
'Ég er mjög spenntur að spila fyrir Fram. Mér líður eins og ég sé tvítugur aftur'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net - 8. sæti: Fram
Hin hliðin - Þengill Orrason (Fram)

„Íslenskan mín er góð og ég get nokkuð auðveldlega talað íslensku, en ég tala mest á dönsku við börnin mín og kærustuna mína, Dísu," segir Kennie þegar fréttamaður Fótbolta.net slær á þráðinn til hans. Viðtalið fer fram á ensku - svokölluð málamiðlun.

Mikil breyting
Kennie kom fyrst hingað til lands árið 2012 og samdi þá við Stjörnuna. Það tók tíma að fá hann til Íslands en hann hafði verið orðaður við Stjörnuna árið áður en hann kom loksins.

„Þetta var alveg erfitt. Ég kom frá Esbjerg sem er atvinnumannafélag með stranga rútínu. Liðið hittist snemma á morgnana og fór í ræktina, nudd, borðaði morgunmat, tók fótboltaæfingu og fór svo í hádegismat saman. Ég var nánast allan daginn innan veggja félagsins," segir Kennie.

„Þegar ég kom fyrst til Íslands og var hér á reynslu, þá var ég að bíða eftir einhverju allan daginn. Æfingin var klukkan fimm síðdegis. Þetta var mikil breyting frá því sem ég hafði vanist hjá Esbjerg og það tók mig smá tíma að venjast því."

„Það var auðvelt að venjast landinu og nýrri rútínu. Leikstíllinn okkar á þessum tíma snerist mikið um hlaup og baráttu, sem var minn leikstíll."

Erfitt að vera ekki hluti af því liði
Kennie spilað vel með Stjörnunni í tvö tímabil en hann yfirgaf félagið árið 2014 og fór þá til Noregs. Hann missti því af ótrúlegu tímabili í Garðabænum þar sem Stjarnan varð Íslandsmeistari og fór í magnað Evrópuævintýri.

„Já, það var erfitt að vera ekki hluti af þessu liði sem vann deildina," segir Kennie en hann fylgdist vel með liðinu sem fór taplaust í gegnum Bestu deildina og mætti líka stórliði Inter í Evrópudeildinni.

„Það var ótrúlega skemmtilegt að fylgjast með liðinu vinna."

Ekki spurning þegar KR hafði samband
Daninn var aðeins í eitt ár hjá Arendal í Noregi en hann ákvað að snúa aftur til Íslands fyrir tímabilið 2015. Hann samdi þá við Fjölni sem var þá í Bestu deildinni.

„Þá hafði ég engar efasemdir um að það væri rétt fyrir mig að fara í KR"

„Ég kom til baka því ég vissi hvað ég hafði á Íslandi. Ég vissi hvernig getustigið var miðað við hvernig það var í Noregi, þar sem ég var á þessum tíma. Mér fannst getustigið hérna hærra og því vildi ég koma til baka," segir Kennie. „Það var gott að spila með Fjölni þar sem við vorum með marga góða leikmenn sem eru margir hverjir að gera það gott í dag."

Eftir tímabilið 2015 var Kennie sterklega orðaður við FH en svo kom KR inn í myndina.

„Ég heyrði frá umboðsmanni mínum að KR hefði áhuga líka. Þegar ég fékk svo símtalið um að þeir vildu fá mig, þá hafði ég engar efasemdir um að það væri rétt fyrir mig að fara í KR. Það voru stór nöfn í KR á þessum tíma og ég var stressaður til að byrja með, en það var vel tekið á móti mér og ég varð fljótt hluti af hópnum. Við áttum eftirminnilegan tíma saman og margir leikmenn sem voru í hópnum á þessum tíma eru enn góðir vinir mínir í dag."

Það sem stendur upp úr
En hvað stendur upp úr frá tímanum með KR?

„Það er eitthvað sem ég gleymi ekki"

„Það eru auðvitað titlarnir sem við unnum. Það er alltaf stórt að vinna titla og sérstaklega Íslandsmeistaratitilinn. En það sem stendur kannski mest upp úr er andrúmsloftið sem var í leikmannahópnum tímabilið 2019. Það er eitthvað sem ég gleymi ekki."

Kennie spilaði stórt hlutverk í liði KR í mörg ár en hann segir að tíminn hafi liðið hratt í Vesturbænum. Þannig er það yfirleitt þegar maður er að skemmta sér vel.

„Ég er ekki maður sem hugsar of mikið um framtíðina. Ég einbeiti mér að því að taka eitt skref í einu án þess að hugsa of mikið um útkomuna. Átta ár er langur tími en mér leið alls ekki eins og það hefði verið langur tími."

Á sér ekki uppáhalds stöðu
Eins og segir hér að ofan, þá kom Kennie sem framherji til Íslands og það fyrstu árin hér á landi. Hann er gríðarlega fjölhæfur leikmaður og leysti margar stöður á tíma sínum hjá KR. Mest spilaði hann í bakverði.

„Ég vil bara spila"

„Ég á mér ekki uppáhalds stöðu. Ég vil bara spila," segir þessi fjölhæfi leikmaður.

„Ég vil bara standa mig vel fyrir þjálfarann og fyrir liðið. Það skiptir mig ekki máli hvar ég spila. Á undirbúningstímabilinu núna hef ég spilað sem hægri bakvörður, vængbakvörður og sem miðvörður. Ég spila þar sem Rúnar vill að ég spili og þar sem hann telur að ég hjálpi liðinu mest."

Rúnar besti þjálfarinn
Á síðustu árum hefur Kennie unnið með Rúnari Kristinssyni hjá KR en hann fylgdi þjálfaranum til Fram í vetur. Hann segir Rúnar besta þjálfara sem hann hefur unnið með.

„Hann mun gera allt fyrir þig á meðan þú ert leikmaður hans"

„Það hefur verið gríðarlega ánægjulegt að vinna með Rúnari þessi síðustu ár," segir Kennie.

„Ég get auðveldlega sagt það að hann sé besti þjálfari sem ég hef unnið með. Titlarnir sem hann hefur unnið segja sitt en það sem mér finnst merkilegast er hvernig hann kemur fram við fólk, hvernig hann talar við þig, útskýrir og hjálpar. Hann mun gera allt fyrir þig á meðan þú ert leikmaður hans."

Eins og ég sé tvítugur aftur
Í vetur gekk Kennie í raðir Fram en er hann er spurður hvort það hafi verið erfitt að yfirgefa KR, þá segir hann: „Spurðu mig aftur þegar ég hætti í fótbolta."

„Ég er mjög spenntur að spila fyrir Fram. Mér líður eins og ég sé tvítugur aftur, að kynnast nýju fólki og finna fyrir neistanum í fótbolta aftur. Væntingarnar mínar fyrir komandi tímabil er að gera betur en á síðasta tímabili."

„Ég er elsti leikmaðurinn í liðinu og hefur áður verið fyrirliði á mínum ferli. Það er náttúrulegt fyrir mig að vera leiðtogi og ég tel að Rúnar hafi hjálpað mér mikið með það."

Lífið á Íslandi
Að lokum berst talið að lífinu á Íslandi. Það er alltaf áhugavert þegar fótboltamenn koma frá öðrum löndum og spila hér á landi í mörg ár. Kennie hefur verið hér nánast samfleytt í tólf ár núna.

„Við erum að njóta lífsins hérna"

„Ég kynntist kærustunni minni, Þórdísi, fyrir átta árum síðan hér á á Íslandi. Hún spilar stórt hlutverk í minni ákvörðun að vera áfram hér á Íslandi. Við eigum tvö börn saman, Alexander sem er fjögurra ára og Önnu Lovísu sem er tveggja ára. Við erum að njóta lífsins hérna."

„Hvað framtíðin ber í skauti sér, það er erfitt að spá í það. Við erum bæði opin fyrir því að flytja til Danmerkur þegar tímasetningin er rétt."

Kennie nýtur þess að vera fjölskyldufaðir en eftir ferilinn ætlar hann sé að verða múrari.

„Það munar bara tveimur árum á Alexander og Önnu, og ég hef notið þess að vera heima með fjölskyldunni ásamt því að spila fótbolta. Ég og Anna verjum deginum núna saman þar sem hún er að bíða eftir því að fá leikskólapláss í Reykjavík."

„Planið mitt þegar fótboltaferlinum lýkur er að fara í múraranám í Danmörku. Það er erfitt að segja hvort ég muni vinna hér á Íslandi eða í Danmörku, en tíminn mun leiða það í ljós. Ég er spenntur fyrir báðum möguleikum," sagði þessi öflugi leikmaður að lokum en það er spurning hvort að hann nái að hjálpa Fram að múra fyrir markið sitt. Það er þörf á því en vörn Fram hefur míglekið síðustu ár.
Athugasemdir
banner