Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fim 03. júní 2021 19:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjálfari Færeyja gagnrýnir KSÍ fyrir að setja Kaj Leo í óþægilega stöðu
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þjálfari Færeyja, Håcan Ericson, lýsti yfir óánægju með Knattspyrnusamband Íslands á blaðamannafundi fyrir leik gegn Íslandi á morgun.

Færeyjar taka á móti Íslandi í vináttulandsleik annað kvöld.

Kaj Leo í Bartalsstovu, leikmaður Íslandsmeistara Vals, dró sig út úr færeyska hópnum.

Kaj Leo hefði ekki getað spilað með Val mikilvægan leik í Pepsi Max-deildinni hefði hann áfram verið í færeyska hópnum. Valur mætir Víkingi á mánudag.

Fjórum leikjum hefur verið frestað í Pepsi Max-deildinni vegna landsleikja A karla.

Leikur Vals og Víkings var ekki færður, svo virðist sem liðin hafi viljað halda leiktímanum. Kaj Leo þurfti því að velja á milli og valdi hann að spila frekar mikilvægan leik með Val.

Ericson lýsti í dag yfir óánægju með KSÍ að hafa raðað leiknum í landsleikjaglugga og sett leikmanninn í óþægilega stöðu.

Það er hægt að lesa um málið hérna.
Athugasemdir
banner