„Frábær úrslit og mér fannst spilamennskan mjög góð miðað við aðstæður," sagði Alex Freyr Hilmarsson, fyrirliði ÍBV, eftir sigur á Fram í Eyjum í dag.
Lestu um leikinn: ÍBV 3 - 1 Fram
„Það er auðvitað ekki það sama að spila á grasi og gervigrasi en við erum með hörkulið, það gleymist stundum í umræðunni," sagði Alex Freyr.
Alex Freyr er ekki óvanur því að spila í miklum vindi en það var gríðarlega mikið rok í Eyjum í dag.
„Maður hefur sjálfur lært mikið á vindinn í Grindavík og svo hér í Eyjum," sagði Alex Freyr.
Athugasemdir