Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
   mið 22. maí 2024 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland enn á kortinu - „Ánægður að England og Holland hafi sett sig í samband"
Icelandair
Ísland mætir Englandi á Wembley og svo Hollandi í Rotterdam.
Ísland mætir Englandi á Wembley og svo Hollandi í Rotterdam.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
'Þú getur haft trú í kirkjunni en þú þarft líka að hafa trú á fótboltavellinum. Ef þú trúir nægilega mikið, þá færðu úrslitin með þér. Það er allt mögulegt í fótbolta og menn þurfa að muna það'
'Þú getur haft trú í kirkjunni en þú þarft líka að hafa trú á fótboltavellinum. Ef þú trúir nægilega mikið, þá færðu úrslitin með þér. Það er allt mögulegt í fótbolta og menn þurfa að muna það'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag var landsliðshópur Íslands fyrir vináttulandsleiki gegn Englandi og Hollandi tilkynntur. Ísland spilar við England á Wembley 7. júní og svo við Holland í Rotterdam 10. júní.

Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, er mjög ánægður með að fá þessa leiki gegn svona sterkum þjóðum.

„Í fyrsta lagi er ég mjög ánægður að England og Holland hafi sett sig í samband við okkur og hafi viljað spila við okkur. Það er mikilvægt að Ísland sé enn á kortinu," segir Hareide.

„Síðustu leikirnir sem við spiluðum voru góðir og við getum tekið það með okkur. Ísland hefur unnið England áður og kannski vilja Englendingar hefnd eftir það. Þetta er síðasti leikurinn fyrir Evrópumótið og þessi lið velja að spila gegn Íslandi sem er ég mjög ánægður með. Ég veit að þetta eru mjög erfiðir leikir en við verðum að gera okkar besta bæði varnar- og sóknarlega. Við þurfum að vinna í okkar leik. Við hefðum mögulega þurft að reyna að finna andstæðing í júní en við þurftum ekki að gera það og ég er mjög ánægður."

Ísland vann auðvitað eftirminnilegan sigur á Englandi á EM 2016.

„Ég man eftir leiknum gegn Englandi 2016. Það er goðsagnarkenndur leikur fyrir Ísland. Fólk um allan heim man eftir honum því það var gegn Englandi. Ég var svo heppin að spila leik með Noregi þar sem við unnum England árið 1981. Það er goðsagnarkenndur leikur í Noregi. England er mekka fótboltans og þegar þú vinnur England, þá ertu búinn að gera það besta. Þá geturðu bara unnið Brasilíu til að toppa það."

„Í leiknum gegn Englandi 2016 þá sýndi Ísland allt það sem það hefur upp á að bjóða: Karakter, einstaklingsgæði og liðsheild. Vonandi getum við minnt leikmennina á að allt er mögulegt í fótbolta. Þú getur haft trú í kirkjunni en þú þarft líka að hafa trú á fótboltavellinum. Ef þú trúir nægilega mikið, þá færðu úrslitin með þér. Það er allt mögulegt í fótbolta og menn þurfa að muna það," sagði Hareide.

Hareide segir að það verði ekki lögð mikil áhersla á að prófa nýja hluti í þessum leikjum, heldur frekar að byggja ofan á það sem liðið hefur verið að gera.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner