Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
   mið 22. maí 2024 15:00
Elvar Geir Magnússon
Fonseca gerir munnlegt samkomulag við AC Milan
Paulo Fonseca.
Paulo Fonseca.
Mynd: EPA
Portúgalski þjálfarinn Paulo Fonseca sem stýrir Lille, liði Hákons Arnars Haraldssonar, er sagður hafa gert munnlegt samkomulag við AC Milan og muni taka við liðinu af Stefano Pioli.

Pioli hefur stýrt Milan síðustu fimm ár. Þrátt fyrir að liðið hafi endað í öðru sæti í ítölsku A-deildinni þá voru það mikil vonbrigði fyrir félagið að komast ekki áfram í Meistaradeildinni og ná ekki að keppa við Inter um Ítalíumeistaratitilinn.

AC Milan hefur skoðað hina ýmsu stjóra en Fonseca varð fljótt efstur á blaði. Portúgalinn hefur reynslu úr ítalska boltanum en hann var stjóri Roma.

Calciomercato segir að Fonseca hafi samþykkt þriggja ára samning við Milan sem er að verðmæti 3 milljónir evra.

Fyrst þarf AC Milan samt að klára starfslokasamning við Pioli en þar er ýmislegt sem þarf að fara yfir.
Athugasemdir
banner
banner
banner