Man City og Liverpool berjast um Zubimendi - Ramos aftur til Real Madrid - Barca hættir við Alexander-Arnold
   þri 04. júní 2024 18:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvöllur
Byrjunarlið Íslands - Var utan hóps síðast
Icelandair
Selma og Hildur verða saman á miðjunni í dag.
Selma og Hildur verða saman á miðjunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hlín Eiríksdóttir kemur einnig inn í byrjunarliðið.
Hlín Eiríksdóttir kemur einnig inn í byrjunarliðið.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, gerir tvær breytingar á liði sínu fyrir leikinn gegn Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld. Leikið er á Laugardalsvelli.

Selma Sól Magnúsdóttir, sem var utan hóps vegna mistaka starfsmanns KSÍ í síðasta leik, kemur inn í byrjunarliðið fyrir Alexöndru Jóhannsdóttur. Hlín Eiríksdóttur kemur einnig inn í liðið fyrir Diljá Ýr Zomers.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  1 Austurríki



Núna gleymdist ekki að skrá neinn og eru 23 leikmenn í hópnum: Hann er fullskipaður.

Ísland og Austurríki gerðu 1-1 jafntefli síðasta föstudagskvöld en leikurinn á eftir er algjör lykilleikur fyrir Ísland upp á það að komast beint á EM í Sviss á næsta ári.

Bæði Ísland og Austurríki eru með fjögur stig fyrir leikinn í baráttunni um annað sætið í riðlinum. Efstu tvö liðin fara beint á EM en Þýskaland er fimm stigum á undan. Svo er Pólland án stiga. Það gefur því augaleið að þetta er risaleikur.
Athugasemdir
banner
banner
banner