Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
þriðjudagur 16. apríl
Meistarar meistaranna konur
mánudagur 15. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 12. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 8. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 5. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 1. apríl
Meistarar meistaranna
sunnudagur 31. mars
Enska úrvalsdeildin
föstudagur 29. mars
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
miðvikudagur 27. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
þriðjudagur 26. mars
Umspilsleikur um EM sæti
U21 karla - EM 25 undankeppni
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
miðvikudagur 20. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
föstudagur 1. desember
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 30. nóvember
Sambandsdeild UEFA
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 9. nóvember
Sambandsdeild UEFA
þriðjudagur 31. október
Landslið kvenna - Þjóðadeild
föstudagur 27. október
fimmtudagur 26. október
Sambandsdeild UEFA
miðvikudagur 18. október
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
þriðjudagur 17. október
Undankeppni EM
föstudagur 13. október
þriðjudagur 10. október
Meistaradeild kvenna
sunnudagur 8. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 5. október
Sambandsdeild UEFA
mánudagur 2. október
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 1. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 29. september
Fótbolti.net bikarinn
þriðjudagur 26. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
mánudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 24. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
laugardagur 23. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 22. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
fimmtudagur 21. september
Sambandsdeildin
miðvikudagur 20. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 18. september
sunnudagur 17. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 16. apríl
Championship
Southampton 3 - 0 Preston NE
Meistaradeildin 8-liða
Dortmund 4 - 2 Atletico Madrid
Barcelona 1 - 4 PSG
Vináttulandsleikur
Cyprus U-17 2 - 1 Montenegro U-17
Eliteserien
KFUM Oslo 1 - 3 Stromsgodset
sun 04.júl 2021 23:59 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

„MLS, ég hefði ekki í mínum viltustu draumum giskað á það sem fyrsta move"

Róbert Orri Þorkelsson var í síðasta mánuði keyptur til CF Montreal frá Breiðabliki. Montreal leikur í bandarísku MLS-deildinni og verður Róbert fimmti Íslendingurinn fá upphafi til að spila í deildinni þegar hann þreytir frumraun sína.

Róbert er nítján ára varnarmaður sem uppalinn er hjá Aftureldingu en gekk í raðir Breiðabliks fyrir tímabilið 2020. Hann var í fyrra í fyrsta sinn valinn í U21 árs landsliðið og í mars lék hann með liðinu á EM U21 árs landsliða. Fótbolti.net heyrði í Róberti fyrir helgi og spurði hann út í skiptin.

Róbert kom við sögu í þremur leikjum í sumar með Breiðabliki. Þeir hefðu verið fleiri ef ekki hefði verið fyrir meiðsli.
Róbert kom við sögu í þremur leikjum í sumar með Breiðabliki. Þeir hefðu verið fleiri ef ekki hefði verið fyrir meiðsli.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hann lék með U21 á lokamóti EM í mars og er hér á æfingu með liðinu.
Hann lék með U21 á lokamóti EM í mars og er hér á æfingu með liðinu.
Mynd/Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gegn Ítölum síðasta haust. Yfirnjósnari Bologna fylgdist með.
Gegn Ítölum síðasta haust. Yfirnjósnari Bologna fylgdist með.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marki fagnað gegn Val síðasta sumar.
Marki fagnað gegn Val síðasta sumar.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sætum sigri gegn Svíum fagnað, fyrsti leikur Róberts fyrir U21.
Sætum sigri gegn Svíum fagnað, fyrsti leikur Róberts fyrir U21.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Svekktur eftir tap gegn Ítölum.
Svekktur eftir tap gegn Ítölum.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á U21 æfingu síðasta haust.
Á U21 æfingu síðasta haust.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var mikilvægt fyrir mig að fá það tækifæri og grípa það í undankeppninni
Það var mikilvægt fyrir mig að fá það tækifæri og grípa það í undankeppninni
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Við ætluðum að vinna eftir því. Það var alltaf planið.
Við ætluðum að vinna eftir því. Það var alltaf planið.
Mynd/Blikar.is
Róbert er uppalinn hjá Aftureldingu.
Róbert er uppalinn hjá Aftureldingu.
Mynd/Raggi Óla
„Ég segi bara fínt, ég er staddur í Fort Lauterdale, rétt hjá Miami," sagði Róbert Orri þegar fréttaritari heyrði í honum fyrir helgi.

„Við búum þar og liðið hefur verið þar síðan í apríl. Það er ferðamannabann í Kanada, liðið þarf venjulega að ferðast á milli Kanada og Bandaríkjanna í leiki svo þetta var leyst svona."

Er ekki steikjandi hiti í Flórída?

„Það eru búnar að vera eldingar og eitthvað undanfarna daga, ég hef bara gaman að því. Það hafa verið 28 gráður en engin sól, sem mér finnst bara fínt."

„Við Óskar settum okkur það markmið saman að ég yrði farinn eftir þann tíma"
Öðruvísi en spennandi skref
Hvenær kviknaði áhuginn hjá Montreal?

„Það gerist í byrjun júní. Ég var að vinna á Kópavogsvelli og fékk tölvupóst um að það væri komið tilboð frá Montreal. Við skoðuðum það, ég hafði áhuga og það þýddi að bæði félög voru tilbúin í þessar viðræður."

„Þetta er öðruvísi skref. Ég talaði við Bjarka umboðsmann og okkur fannst þetta spennandi skref. Það endaði á því að félögin náðu saman og þá vissi ég að þetta yrði að raunveruleika."


Var undir smásjánni hjá Venezia
Var eitthvað annað í kortunum á sama tíma eða á undan?

„Ég var búinn að vita í nokkra mánuði af áhuga frá Venzia þar sem Bjarki Steinn (Bjarkason) og Óttar Magnús (Karlsson) eru að spila. Ég var orðinn mjög spenntur fyrir því en þegar félagið fór nokkuð óvænt upp í Serie A þá fór það svolítið með þann möguleika."

„Þótt það hefði kannski verið fínt að vera samningsbundinn félagi í Serie A, vera að æfa með liðinu eða vera lánaður út þá sá ég fram á fleiri mínútur hér. Þótt þetta sé stórt skref þá er kannski aðeins líklegra að ég fái að spila hér hjá Montreal."


Hefði aldrei giskað á MLS sem næsta skref
Hvað geriru þegar þú heyrir að Montreal hafi áhuga? Fórstu beint að skoða á netinu eða vissiru eitthvað um félagið?

„Ég vissi varla neitt um liðið. Það fyrsta sem ég sá sem greip augað var að Victor Wanyama (fyrrum leikmaður Tottenham og Southampton) er hérna. Ég sá líka að (Thierry) Henry var að þjálfa hérna, meira að segja á þessu ári."

„Það var svona fyrsta sem ég hugsaði en ég vissi ekki neitt um liðið og í raun kom þetta mér svolítið á óvart. MLS, ég hefði ekki í mínum viltustu draumum giskað á það sem fyrsta move."


Montreal með yngsta liðið
Það eru ekki margir á Íslandi sem fylgjast með MLS-deildina. Vissiru að Montreal væri í þeirri deild?

„Ég bjóst svona við því þegar ég sá að það væri komið tilboð í mig frá félaginu. Ég hef ekki verið að horfa á MLS, maður hefur bara séð hvaða stjörnur eru að fara í deildina til að enda ferilinn. Núnar er minna horft í MLS sem stað til að enda ferilinn á. Það er verið að taka inn fullt af ungum strákum og selja þá til Evrópu."

„Ég held ég muni rétt að það var sagt við mig að Montreal væri með yngsta liðið í MLS. Það segir að menn vilja spila ungum leikmönnum."

„Gott dæmi um það er að þeir keyptu hafsent, Luis Binks, í fyrra og í dag er hann kominn í Bologna. Hann er örvfættur miðvörður. Hann var í eitt tímabil hérna og er nú kominn til Bologna. Það sýnir að þeir vilja koma mönnum upp á næsta stig og vinna með ungum leikmönnum."


Telja Róbert það góðan að hann geti komist í liðið
Hvað hafa menn sagt við þig varðandi möguleg tækifæri í liðinu?

„Þeir tala um að ef maður sýni góða frammistöður á æfingum þá ertu bara að fara að spila. En núna er ég fyrst og fremst að einbeita mér að því að ná mér góðum af meiðslum."

„Ég er kannski ekki 100% kominn í staðinn fyrir Binks en þetta gerist samt þannig að hann fór og ég kem inn í hópinn. Hann var þeirra besti varnarmaður og fastamaður í liðinu, í kjölfrið ná þeir í mig."

„Þeir eru ekki að búast við því að ég verði strax besti varnarmaðurinn þeirra en þeir telja mig geta orðið mjög góðan og að ég sé nægilega góður í dag til að geta komist í liðið."


Glímir við íþróttakviðslit en gæti samt spilað
Hvað er að hrjá þig og hvernig er staðan á meiðslunum?

„Ég er búinn að vera meiddur síðan ég kom heim frá EM. Eftir sóttkvína þá fer ég beint í 11 á móti 11 á æfingu og þá fæ ég aðeins í nárann. Ég hélt að þetta væri bara einhver stífleiki og held bara áfram. Síðan held ég áfram að æfa og þetta verður bara meira og meira. Ég ákveð svo að stoppa aðeins því ég vildi ná fyrsta leiknum í deildinni. Ég var að taka bólgueyðandi, reyna að laga þetta en þetta gekk hægt að koma til."

„Ég var orðinn nokkuð góður fyrir fyrsta leik en Óskar vildi ekki taka neina sénsa. Ég spilaði svo þrjá leiki en í Víkingsleiknum fann ég að ég var alls ekki góður og eftir það hef ég ekki náð að vera á 100% tempói í spili því nárinn hefur verið að hrjá mig."

„Það er að koma í ljós núna að þetta er einhvers konar kviðslit en ekki venjulegt kviðslit. Þetta kallast sports hernia, íþróttakviðslit. Ég hélt ég myndi fara í aðgerð og þá hefði endurkoman tekið um það bil mánuð en þeir hjá félaginu vilja að ég geri æfingar með þessu og telja að það geti lagað þetta."

„Ég er því á fullu með læknunum og sjúkraþjálfara að vinna í þessu. Ef ég svo get spilað þá vilja þeir láta laga þetta eftir tímabilið. Það er nefnilega oft að hægt að spila þrátt fyrir að vera glíma við þetta."


Sjá Róbert sem framtíðarleikmann
Voru þeir ekkert hikandi að fá þig vitandi að þú værir meiddur?

„Alls ekki miðað við mína upplifun. Ég er hugsaður sem framtíðarmaður og þrátt fyrir meiðsli núna þá sjá þeir mig sem kost upp á framtíðina. Þeir vissu, þegar ég kom til Bologna, að ég væri með sports hernia og þeim var alveg sama."
„Þeir sjá mig þar og það var rosalega stór gluggi"
Yfirnjósnari Bologna sá Róbert og þar hófst ferlið
Læknisskoðunin var í Bologna. Skynjaru að það sé sterk tenging milli félaganna?

„Já, ég hitti yfirnjósnarann hjá félaginu og miðað við hvernig hann talaði við mig þá var eins og hann hefði séð mig spila. Ég held að Montreal hafi ekki séð mig fyrst, það hefur verið þessi gæi sem 'scoutar' mig á móti Ítalíu í U21 og hann svo talar við Montreal og þeir halda áfram að fylgjast með mér."

„Tengingin milli Bologna og Breiðabliks er sterk og Bologna fylgist mikið með Íslendingum."


Yrði farinn eftir eitt og hálft, tvö ár
Þú sagðir að þú bjóst ekki við því að MLS yrði næsta skref. En þegar þú fórst í Breiðablik eftir sumarið 2019, bjóstu þá við því að vera kominn út einu og hálfu ári síðar?

„Já," sagði Róbert og hikaði hvergi.

„Eitt og hálft, tvö ár. Við Óskar settum okkur það markmið saman að ég yrði farinn eftir þann tíma. Við ætluðum að vinna eftir því. Það var alltaf planið."

Það hlýtur að hafa verið sætt að hafa náð því markmiði?

„Já, algjörlega. Það var mjög sætt og sennilega hefur hjálpað að maður fékk traustið í U21 árs landsliðinu. Þeir sjá mig þar og það var rosalega stór gluggi. Það var mikilvægt fyrir mig að fá það tækifæri og grípa það í undankeppninni."

Er enginn upp og niður kantinn kall
Þú hefur bæði spilað sem bakvörður og miðvörður. Ertu búinn að negla þig niður sem hafsent til lengri tíma?

„Já, ég er miklu meiri hafsent en bakvörður nema við séum að liggja mikið til baka. Ég er enginn upp og niður kantinn kall," sagði Róbert að lokum.

Viðtal við Róbert fyrir tímabilið í fyrra:
Róbert Orri: Ætla að sanna að ég eigi heima í efstu deild
Athugasemdir
banner