Nkunku til Barcelona? - Man Utd hefur áhuga á Osimhen - Díaz ánægður á Anfield
banner
fimmtudagur 19. desember
Sambandsdeildin
mánudagur 2. desember
Vináttulandsleikur
föstudagur 29. nóvember
fimmtudagur 28. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
þriðjudagur 24. desember
Engin úrslit úr leikjum í dag
mið 05.apr 2023 12:00 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Spá Fótbolta.net - 4. sæti: KA

Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að KA muni enda í fjórða sæti í Bestu deildinni í sumar. Álitsgjafar spá í deildina en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig. KA mun taka síðasta Evrópusætið - ef bikarmeistararnir verða í topp þremur - ef spáin rætist, en efst var liðinu spáð þriðja sæti og neðst var liðinu spáð sjötta sæti.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. KA, 106 stig
5. KR, 91 stig
6. Stjarnan, 84 stig
7. FH, 72 stig
8. ÍBV, 66 stig
9. Fram, 47 stig
10. Keflavík, 32 stig
11. Fylkir, 26 stig
12. HK, 17 stig

Um liðið: KA kom mikið á óvart í fyrra með því að enda í öðru sæti deildarinnar. Fyrir mót voru margir að spá liðinu í neðri helming deildarinnar en KA-liðið lék mjög vel undir stjórn Arnars Grétarssonar, og svo undir stjórn Hallgríms Jónassonar undir lok tímabils. Nökkvi Þeyr Þórisson blómstraði algjörlega og fór svo út í atvinnumennsku. Aðrir leikmenn þurfa að stíga upp, en liðið hefur leikið vel á undirbúningstímabilinu og komst í úrslitaleik Lengjubikarsins.



Þjálfarinn - Hallgrímur Jónasson: Er á leið inn í sitt fyrsta tímabil sem aðalþjálfari. Hefur fengið góðan skóla hjá Arnari Grétars undanfarin ár og fékk góða reynslu í nokkrum leikjum í fyrra. Er mjög spennandi þjálfari og sagan segir að hann sé virkilega sterkur varnarþjálfari enda var hann var frábær varnarmaður sjálfur.


Hallgrímur Jónasson.

Fótbolti.net fær sérfræðingana Einar Guðnason og Ingólf Sigurðsson til að rýna í styrkleika, veikleika og margt annað hjá liðunum sem spila í Bestu deildinni í sumar. Þeir sjá þó ekki að skrifa um leikvöllinn hér að neðan. Einar, fyrrum aðstoðarþjálfari Víkings, fer yfir það helsta hjá KA.

Styrkleikar: Varnarleikur hefur verið aðalsmerki KA síðustu ár og þó að Arnar Grétars sé farinn hef ég trú á að Hallgrímur, sem veit svo sannarlega hvernig á að spila vörn, muni ekki gefa eftir í þeim efnum. Stöðugleiki, það eru margir norðanmenn í liðinu í bland við nokkra sterka aðkomumenn sem hafa verið þarna lengi og upplifað margt saman.

Veikleikar: Það eru þó nokkrir meiðslapésar í KA-liðinu sem hafa verið að missa úr undanfarin ár, eins hafa menn verið að detta í ódýr bönn og þeir hafa ekki breidd í að vera að berjast á mörgum vígstöðum. Ef KA ætlar að vera með í öllum keppnum þá þarf að rótera vel og það er óvíst hvort þeir hafi hópinn í það.


Dusan Brkovic, varnarmaður KA.

Spurningarnar: Hallgrímur átti glæsilegan feril sem leikmaður og er spennandi þjálfari en er óreyndur sem aðalþjálfari. Hann vissulega stýrði nokkrum leikjum í fyrra en nú þarf hann að setja upp undirbúningstímabil og undirbúa liðið fyrir alvöruna; deild, bikar og Evrópukeppni. Er hann tilbúinn? Nær hann að miðla allri sinni visku til liðsins sem þjálfari?

Þrír lykilmenn: Hallgrímur Mar Steingrímsson er ótrúlega hæfileikaríkur leikmaður sem spilar alltaf betur á oddutölu árum. Rodri er einn af allra bestu djúpu miðjumönnum deildarinnar. Hafsentinn Dusan Brkovic á stóran þátt í því hve sterkur varnarleikur KA hefur verið undanfarin ár.


Hallgrímur Mar Steingrímsson.

Leikmaður sem á að fylgjast með: Daníel Hafsteinsson kom gríðarlega sterkur inn í Pepsi-deildina 2018 og fylgdi því eftir árið 2019 og var seldur til Helsingborg. Dvölin þar gekk ekki upp og það hefur ekki eins mikið farið fyrir honum síðan. Í ár verður hann 24 ára og ég trúi því að þetta verði árið þar sem hann taki við sem besti leikmaður KA.


Daníel Hafsteinsson.

Völlurinn: Greifavöllurinn er heimavöllur KA, en þeir gulklæddu á Akureyri færðu sig yfir á gervigrasið á KA-svæðinu í fyrra. Það er komin upp stúka þar og núna þarf KA ekki að hafa áhyggjur af ömurlegu grasi. KA ætti að geta búið til alvöru stemningu þarna ef stuðningsmenn liðsins fjölmenna.


Frá Greifavellinum.

Komnir
Birgir Baldvinsson frá Leikni (var á láni)
Harley Willard frá Þór
Ingimar Torbjörnsson Stöle frá Viking
Kristoffer Forgaard Paulsen á láni frá Viking
Pætur Petersen frá HB í Færeyjum

Farnir
Bryan Van Den Bogaert til Kasakstan
Gaber Dobrovoljc til Slóveníu
Hallgrímur Jónasson (orðinn þjálfari liðsins)
Nökkvi Þeyr Þórisson til Beerschot

Dómur Einars fyrir gluggann (1-10): Það er nánast ómögulegt að taka inn mann sem gefur þér það sama og Nökkvi gaf þeim í fyrra. Þeir hafa gert heiðarlega tilraun til þess en tíminn mun leiða í ljós hvort það heppnist - 7.


Pætur kom frá Færeyjum.

Líklegt byrjunarlið


Leikmannalisti:
1. Ívar Arnbro Þórhallsson (m)
12. Kristijan Jajalo (m)
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
2. Birgir Baldvinsson
3. Dusan Brkovic
4. Rodrigo M Gomes
5. Ívar Örn Árnason
7. Daníel Hafsteinsson
8. Pætur Petersen
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson
14. Andri Fannar Stefánsson
16. Kristofer Paulsen
17. Hákon Aðalsteinsson
21. Mikael Breki Þórðarson
22. Hrannar B. Steingrímsson
23. Steinþór Freyr Þorsteinsson
25. Björgvin Máni Bjarnason
26. Ingimar Stole
27. Þorri Mar Þórisson
29. Jakob Snær Árnason
30. Sveinn Margeir Hauksson
31. Þorvaldur Daði Jónsson
32. Kári Gautason
37. Harley Willard
44. Valdimar Logi Sævarsson
77. Bjarni Aðalsteinsson
88. Dagbjartur Búi Davíðsson
99. Jóhann Mikael Ingólfsson

Fyrstu fimm leikir KA:
10. apríl, KA - KR (Greifavöllurinn)
15. apríl, ÍBV - KA (Hásteinsvöllur)
23. apríl, KA - Keflavík (Greifavöllurinn)
29. apríl, Víkingur R. - KA (Víkingsvöllur)
3. maí, KA - FH (Greifavöllurinn)

Í besta falli og versta falli: Í besta falli þriðja sæti og í versta falli enda þeir í sjöunda sæti.

Seinna í dag birtist KA hlaðvarp hér á síðunni. Endilega fylgist með því.

Spámennirnir: Aksentije Milisic, Arnar Daði Arnarsson, Arnar Laufdal, Brynjar Ingi Erluson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Hafliði Breiðfjörð, Ingólfur Sigurðsson, Jóhann Þór Hólmgrímsson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke og Tómas Þór Þórðarson.
Athugasemdir
banner
banner