Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
   lau 10. febrúar 2024 15:50
Aksentije Milisic
Sjáðu mörkin: Haaland kominn aftur af stað eftir meiðsli
Mynd: EPA

Erling Haaland var í byrjunarliði Manchester City í dag sem vann Everton með tveimur mörkum gegn engu og komst þannig aftur á toppinn í ensku úrvalsdeildinni.


Haaland var frá vegna meiðsla í tæpa tvo mánuði en hann lék í tapleik gegn Aston Villa þann 6. desember. Hann næsti leikur kom svo ekki fyrr en þann 31. janúar en þá kom hann inn af bekknum í sigri gegn Burnley.

Norðmaðurinn var svo í byrjunarliðinu gegn Brentford á mánudeginum síðastliðnum og lagði hann þar upp eitt af þremur mörkum sem Phil Foden skoraði.

Kappinn komst svo aftur á bragðið í dag en hann gerði þá tvennu þegar Man City vann Everton en City lenti í smá brasi í dag en þetta hafðist þó að lokum þökk sé Haaland.

Sjáðu fyrsta mark Haaland hér.
Sjáðu annað mark Haaland hér.


Athugasemdir
banner
banner
banner