Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   mán 10. júní 2024 17:40
Elvar Geir Magnússon
Rotterdam
Byrjunarlið Íslands: Valgeir Lunddal inn fyrir Daníel Leó
Icelandair
Valgeir Lunddal Friðriksson.
Valgeir Lunddal Friðriksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Age Hareide landsliðsþjálfari Íslands er búinn að opinbera byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Hollandi sem hefst klukkan 18:45, eða 20:45 að staðartíma.

Bæði þessi lið fögnuðu í síðustu viku, Ísland vann England 1-0 eins og allir lesendur væntanlega vita og Hollendingar rúlluðu yfir Kanada 4-0.

Valgeir Lunddal Friðriksson kemur inn í byrjunarliðið í stað Daníels Leó sem er meiddur. Það er eina breytingin frá byrjunarliðinu gegn Englandi.

Valgeir er vanur því að spila sem bakvörður en leikur sem miðvörður í kvöld.

Lestu um leikinn: Holland 4 -  0 Ísland



Athugasemdir
banner
banner
banner