Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
   sun 11. ágúst 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Alexis Sanchez til Udinese (Staðfest)
Mynd: Udinese

Alexis Sanchez er mættur aftur til Udinese en hann skrifaði undir tveggja ára samning við félagið.


Hann er 35 ára gamall og er frá Síle en hann kemur til Udinese á frjálsri sölu eftir að hafa yfirgefið Inter þegar samningur hans rann út í sumar.

Hann hóf ferilinn í heimalandinu hjá Cobreloa en gekk til liðs við Udinese árið 2006. Hann lék 112 leiki fyrir félagið á sínum tíma en fór svo til Barcelona. Hann hefur einnig leikið með Arsenal, Man Utd og Marseille ásamt Inter.

Udinese endaði í 15. sæti, tveimur stigum frá fallsæti, í Serie A á síðsutu leiktíð. Nýtt tímabil hefst um næstu helgi þar sem liðið heimsækir Bologna á sunnudaginn.


Athugasemdir
banner
banner
banner