Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mán 09. september 2024 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kane fær sérstaka gullderhúfu annað kvöld
Mynd: Getty Images
Harry Kane verður í byrjunarliðinu á morgun þegar England mætir Finnlandi á Wembley. Það er hans 100. landsleikur fyrir England og er hann tíundi leikmaður Englands í sögunni til að ná þeim leikjafjölda. Kane er markahæstur í sögu enska landsliðsins með 66 mörk skoruð í leikjunum 99.

Fyrsti leikur Kane með landsliðinu kom gegn Litháen árið 2015. Hann skoraði strax í fyrsta leik og leit aldrei til baka. Kane, sem spilar með Bayern Munchen, er fyrirliði enska landsliðsins og mun leiða liðið út á morgun í gullskóm.

Á sínum tíma var hefð fyrir því að leikmenn fengu derhúfu fyrir að taka þátt í landsleik. Á ensku er vanalega talað um caps, eða derhúfur, í staðinn fyrir að segja einfaldlega fjölda landsleikja.

Fyrir að spila sinn 100. cap, 100. landsleik, fær Kane gullderhúfu frá enska sambandinu.

Fyrir leikinn á morgun verður einnig sérstök sund þar sem minning Sven-Göran Eriksson verður heiðruð. Sven-Göran, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, lést fyrr í sumar eftir baráttu við veikindi.

Athugasemdir
banner
banner
banner