Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
   mán 09. september 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þjóðadeildin í dag - Risaslagur í Frakklandi
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Það er nóg um að vera í evrópsku Þjóðadeildinni í kvöld þar sem átta leikir eru á dagskrá.

Að undanskildum leik Íslands á útivelli gegn Tyrklandi eru sjö aðrar viðureignir á dagskrá, þar af eru nokkrar gífurlega spennandi.

Í A-deildinni á Frakkland heimaleik við Belgíu. Þar mætast tvær af stærstu fótboltaþjóðum Evrópu í spennandi nágrannaslag.

Ítalía spilar þá við Ísrael á hlutlausum velli vegna stríðsástandsins þar í landi, en Ítalir fóru af stað með fræknum sigri gegn Frakklandi í fyrstu umferð á meðan Ísrael tapaði fyrir Belgíu.

Í B-deildinni eiga Erling Haaland, Martin Ödegaard og félagar í norska landsliðinu erfiðan heimaleik við Austurríki á meðan Slóvenía spilar við Kasakstan.

Svartfjallaland og Wales mætast að lokum í íslenska riðlinum og svo eru tveir leikir á dagskrá í C-deildinni.

Þjóðadeildin A
18:45 Frakkland - Belgía
18:45 Ísrael - Ítalía

Þjóðadeildin B
18:45 Noregur - Austurríki
18:45 Slóvenía - Kasakstan
18:45 Svartfjallaland - Wales
18:45 Tyrkland - Ísland

Þjóðadeildin C
16:00 Kýpur - Kósovó
18:45 Rúmenía - Litháen
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner