Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   sun 08. september 2024 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
PSG vinnur að nýjum samningi fyrir Luis Enrique
Mynd: EPA
Franska stórveldið Paris Saint-Germain virðist loksins vera búið að leysa þjálfaravandamálin sem félagið hefur glímt við undanfarin ár.

PSG hefur verið með fjóra mismunandi þjálfara á síðustu fjórum leiktímabilum en Thomas Tuchel, Mauricio Pochettino og Christophe Galtier þóttu ekki nægilega góðir.

Þeir þrír sem voru reknir eru þrátt fyrir það með hærra sigurhlutfall heldur en Luis Enrique við stjórnvölinn hjá félaginu.

Fabrizio Romano greinir frá því að stjórn PSG hafi gríðarlegar miklar mætur á Enrique, sem er aðeins með tæpt ár eftir af samningi sínum við félagið. Romano segir að stjórnendur PSG séu að vinna hörðum höndum að því að gera nýjan samning við Enrique til að halda honum lengur hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner