„Hún var ekki nóg, við hérna reyndum náttúrulega að ná úrslitum hérna í dag og mér fannst við ekki koma okkur nægilega í gang". Sagði Igor Bjarni Kostic eftir 2-1 tap gegn ÍR hér í dag.
Lestu um leikinn: ÍR 2 - 1 Grótta
„Erfiður leikur og allt það en mikið sem var undið það kannski palagaði okkur svona framan af en Gróttu strákarnir sýndur karakter eins og alltaf og þetta bara náði ekki eða bara dugði ekki til í dag því miður".
Igor var spurður um hvort hann væri sammála að síðan hann tók við hafa frammistöður Grótta farið bætandi.
„Já ég er alveg sammála því, ég er búinn að vera hrósa strákunum mikið fyrir það og hérna ásamt karakter sem þeir eru búnir að vera sýna en þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur þurftum að vinna alla leikina og því miður gerðist þetta í dag og það er staðfest að við erum fallnir en eigum einn leik eftir og við sjáum til þess að við klárum hann eins vel og hægt er".
Igor var spurður hvort hann yrði áfram Þjálfari Gróttu á næsta tímabili?
„Við skoðuðum bara út tímabilið ég og Grótta og hérna mér líður allavega mjög vel með þessum strákum og þetta er mjög flott félag og þeir eiga skilið að vera í þessari deild og við skoðum bara málið eftir tímabilið".
Hægt er að sjá viðtalið við Igor hérna fyrir ofan í spilaranum.