Van Dijk og Salah til Al-Ahli? - United vill fá Pau Torres - Ronaldo segir Al-Nassr að gera tilboð í De Bruyne - Alonso arftaki Ten Hag?
   sun 08. september 2024 15:30
Ívan Guðjón Baldursson
Hlín og Iris skoruðu sigurmörkin - Selma Sól tapaði gegn Arsenal
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Rosenborg
Það komu nokkrir Íslendingar við sögu í leikjum víðsvegar um Evrópu í gær og í dag.

Hlín Eiríksdóttir var í byrjunarliði Kristianstad sem heimsótti Hammarby í sænska boltanum. Staðan var 1-1 þar til Hlín tókst að skora sigurmark leiksins á 79. mínútu.

Guðný Árnadóttir var einnig í byrjunarliði Kristianstad, sem er í fjórða sæti deildarinnar eftir þennan sigur - 9 stigum á eftir Hammarby í meistaradeildarsæti en með leik til góða. Það eru þó aðeins sex umferðir eftir af deildartímabilinu.

Iris Omarsdottir gerði þá eina mark leiksins í sigri Stabæk gegn Lyn í efstu deild norska boltans.

Stabæk siglir lygnan sjó í efri hluta deildarinnar og er hin 21 árs gamla Iris búin að skora 10 mörk og gefa 5 stoðsendingar í 20 leikjum á deildartímabilinu.

Í forkeppni Meistaradeildarinnar lék Selma Sól Magnúsdóttir allan leikinn á miðjunni hjá Rosenborg sem tapaði 1-0 gegn Arsenal.

Arsenal var talsvert sterkari aðilinn á heimavelli en Rosenborg fékk þó færi til að skora mark, sem nýttust ekki. Rosenborg er úr leik eftir þetta tap, en norska stórveldið lagði Atlético Madrid að velli í síðustu umferð.

Í Þýskalandi unnu Bayer Leverkusen og FC Bayern sigra í bikarnum, en Karólína Lea Vilhjálmsdóttir leikur fyrir Leverkusen á meðan Glódís Perla Viggósdóttir er hjá Bayern.

Að lokum skoraði lék Jason Daði Svanþórsson allan leikinn í liði Grimsby sem tapaði gegn Chesterfield í League Two deild enska boltans og situr þar um miðja deild með 6 stig eftir 5 fyrstu umferðirnar á nýju tímabili.

Hammarby 1 - 2 Kristianstad
1-0 C. Tandberg ('14)
1-1 A. Carlsson ('32, sjálfsmark)
1-2 Hlín Eiríksdóttir ('79)

Lyn 0 - 1 Stabæk
0-1 Iris Omarsdottir ('25)

Arsenal 1 - 0 Rosenborg
1-0 Frida Leonhardsen-Maanum ('19)

Chesterfield 2 - 1 Grimsby

Karlsruher 0 - 2 Leverkusen

Sand 0 - 6 Bayern Munchen

Athugasemdir
banner
banner