Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
   sun 11. ágúst 2024 19:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Orri Steinn allt í öllu - Fór meiddur af velli
Mynd: Getty Images

Það fór mikið fyrir Orra Steini Óskarssyni í sigri FC Kaupmannahafnar gegn Sonderjyske í dönsku deildinni í kvöld.


Hann sá til þess að liðið var með 1-0 forystu í hálfleik og svo þegar skammt var til loka venjulegs leiktíma átti hann skot í stöngina sem Mohamed Elyounoussi fylgdi eftir og skoraði.

Stuttu síðar þurfti Orri að fara af velli vegna meiðsla en það leit ekki vel út þar sem hann lenti illa á hnénu. Það kom snemma í ljós eftir leikinn að meiðslin væru ekki alvarleg.

Atli Barkarson lék allan leikinn í liði Sonderjyske en Kristall Máni Ingason þurfti að fara af velli í fyrri hálfleik. FCK er á toppnum með 10 stig eftir fjórar umferðir. Sonderjyske er aðeins með eitt stig í næst neðsta sæti.

Andri Lucas Guðjohnsen lék allan leikinn þegar Gent tapaði 1-0 gegn Charleroi í belgísku deildinni. Gent er með þrjú stig eftir þrjár umferðir.

Birkir Bjarnason, hjá Brescia, og Mikael Egill Ellertsson, hjá Venezia, voru ónotaðir varamenn þegar Brescia vann 3-1 í ítalska bikarnum.


Athugasemdir
banner
banner
banner