Munu Man Utd og Liverpool berjast um Eze? - Pochettino tekur við Bandaríkjunum - Antony gæti verið lánaður til Tyrklands
banner
   sun 11. ágúst 2024 21:24
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: Fotbollskanalen 
Valur að kaupa sænskan sóknarmann
Mynd: IK Oddevold

Sænski miðillinn Aftonbladet greinir frá því að Valur sé að fá sænskan sóknarmann til liðs við sig.


Um er að ræða hinn 27 ára gamla Albin Skoglund en hann kemur frá Utsiktens BK sem leikur í næst efstu deild í Svíþjóð.

Samkvæmt heimildum Aftonbladet mun hann fljúga til Íslands í vikunni og verður staðfestur sem nýr leikmaður Vals á næstu dögum. Valur borgar 500 þúsund sænskar krónur fyrir hann eða um sjö milljónir íslenskra króna samkvæmt heimildum Aftonbladet.

Skoglund er uppalinn hjá Hacken en hefur einnig leikið með Varbergs, IK Oddevold og Örgryte á ferlinum.


Athugasemdir
banner
banner
banner