Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
   mán 12. ágúst 2024 22:40
Ívan Guðjón Baldursson
Nico Williams fær tíuna hjá Athletic
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mikið hefur verið rætt um framtíð spænska kantmannsins Nico Williams sem gerði frábært mót með spænska landsliðinu á EM í sumar.

Williams er gríðarlega eftirsóttur af félögum víða um Evrópu en talið er að leikmaðurinn sé einungis spenntur fyrir því að ganga til liðs við Barcelona.

Börsungar eru búnir að kaupa Dani Olmo í sumar og geta líklega ekki leyft sér að kaupa Williams fyrr en næsta sumar.

Williams er tilbúinn til þess að bíða eftir Barcelona enda líður honum mjög vel hjá uppeldisfélagi sínu Athletic Bilbao, þar sem hann er skærasta stjarnan og leikur með stóra bróður sínum Inaki Williams.

Williams virðist ekki vera á förum í sumar enda er hann kominn með nýtt treyjunúmer hjá Athletic. Hann er ekki lengur númer 11, heldur er hann orðinn númer 10.

Álvaro Djaló, sem er nýkominn til Athletic frá Braga í Portúgal, fær treyju númer 11.

Williams tekur tíuna af Iker Muniain sem er orðinn samningslaus eftir að hafa leikið fyrir Bilbao allan ferilinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner