Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
banner
   mán 12. ágúst 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sergi Roberto farinn frá Barcelona
Mynd: Getty Images
Barcelona hefur staðfest að Sergi Roberto hafi yfirgefið félagið eftir 18 ára dvöl hjá spænska félaginu.

Þessi 32 ára gamli Spánverji er uppalinn hjá Barcelona en hefur nú yfirgefið herbúðir liðsins eftir að samningur hans rann út.

Hann spilaði sinn fyrsta leik 18 ára gamall og spilaði í heildina 373 leiki. Hann vann spænsku deildina sjö sinnum, spænska bikarinn sex sinnum og Meistaradeildina tvisvar með Barcelona.

Það verður athöfn á Camp Nou á morgun þar sem hann fær að kveðja stuðningsmenn liðsins.


Athugasemdir
banner
banner